Þetta þarf ekki að vera flókið og á einfaldan hátt er hægt að gjörbreyta útliti húsgagnsins. Komdu í Slippfélagið og við ráðleggja þér hvernig best er að meðhöndla þinn hlut.

Þrífa – grunna og mála – þetta er ekki flókið

Bjargey heldur úti lífstílsblogginu bjargeyogco.com en hún elskar að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Í gegnum tíðina hefur hún frískað upp á alls konar húsgögn en nú í haust tók hún í gegn gamla steypta útipotta og gaf þeim smá upplyftingu. “Fyrsta skrefið var að hreinsa burtu sumarblómin sem voru búin að syngja sitt síðasta og síðan þreif ég pottana með volgu vatni og smá uppþvottalegi. Leyfði þeim að þorna vel áður en ég byrjaði að grunna,” segir Bjargey en hún notaði vatnsþynnta akrýlgrunninn –  MAGNA. “Ég fór eina umferð af grunni á pottana og leyfði þeim að þorna og standa í 6 klst. áður en ég málaði þá í litnum sem ég hafði valið,” segir Bjargey en hún valdi gráan lit, HJÖRVA 30 nr. NCS S 8000-N. Hún fór tvær umferðir á pottana og leyfði þeim að þorna á milli umferða.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um aðferð og fleiri myndir á vefsíðu Bjargeyjar www.bjargeyogco.com en einnig er hægt að fylgja henni á Instagram @bjargeyogco.

Fyrir og eftir mynd af pottunum en þetta er ótrúleg breyting og eru þeir eins og nýir. Á mynd sést einnig hvaða efni voru notuð en það þarf ekki að vera flókið að glæða hlutina nýju lífi og útkoman er fallegir útipottar.  Myndir: Bjargey www.bjargeyogco.com
“Ég er virkilega ánægð með útkomuna en það er alltaf jafn skemmtilegt að geta nýtt gamla hluti og gefið þeim smá upplyftingu í stað þess að kaupa nýtt. Það kom mér líka á óvart hversu einfalt þetta var – þrífa, grunna og mála. Tilbúið!” segir Bjargey að lokum.