NÝIR STEINVEGGIR

Þegar nýtt steinhús er málað er mikilvægt að allir fletir séu lausir við þau efni sem hindrað geta viðloðun. Flöturinn skal vera hreinn, þurr, fastur viðkomu og a.m.k. mánaðar gamall. Á flekamótum og forsteyptum einingum eru t.d. olíuefni og sementshúð sem fjarlægja verður með sandblæstri og slípun. Veðrun til langs tíma getur gert sama gagn. Láréttir fletir eins og þakkantar, vatnsbretti undir gluggum og steypt svalahandrið þurfa sérstaka meðferð. Við nýmálun á sléttum steyptum flötum er best að tryggja viðloðun eftir sílanböðun með BRYNJU, sem er terpentínuþynnanleg akrýlmálning, eða GRUNNTEXI. Sama gildir um viðgerða fleti á eldri húsum.

ENDURMÁLUN Á STEINVEGGJUM

Við endurmálun á steinveggjum þar sem einhver flögnun hefur orðið, er nauðsynlegt að komast fyrir orsakirnar, svo ekki sæki allt í sama horfið. Við málun á svalagólfum þarf fyrst að fjarlægja sementshúð með saltsýrublöndu, eða vélslípun. Þegar gólfið er orðið vel þurrt er það grunnað með tveggja þátta grunni og málað með tveggja þátta málningu yfir. Best er að hafa samband við sérfræðing frá Slippfélaginu áður en hafist er handa.

AÐFERÐ

  1. Tryggja þarf viðloðun áður en málun hefst. Fjarlægja þarf alla fitu, olíu, sót eða önnur óhreinindi með MÁLNINGARHREINSI og vatni. Ryk, mold og önnur óhreinindi skal  fjarlægja með háþrýstiþvotti. Duftsmitandi fleti og sementshúð (t.d. á flekasteyptum einingum) skal fjarlægja með kröftugum háþrýstiþvotti. Lausa málningu skal fjarlægja með sköfu eða háþrýstiþvotti. Látið þorna í nokkra daga eftir þvott.

  2. Laus málning fjarlægð og gert við sprungur og múrskemmdir. Sprungur og múrskemmdir eru vandamál sem borgar sig að leysa í samráði við sérfræðinga á því sviði.

  3. Mikilvægt er að bera SÍLAN á nýjan og ómálaðan stein. Úðið steinflötinn með sílanefni, látið efnið þorna í nokkrar mínútur og úðið aftur meðan yfirborðið er enn rakt eftir fyrri umferð. Látið sílanið standa í a.m.k. 24 klst fyrir málun. Sílanefni eru borin á steinsteypu til að gera hana vatnsfælna og koma í veg fyrir vatnsskemmdir. Efnið smýgur afar vel inn í steininn og gefur góða vatnsvörn. Mikilvægt er að sílanbera alla viðgerða fleti. Sílanefni má ekki komast í snertingu við gler.

  4. Því næst skal grunna sílanborna steininn með 15% þynntri BRYNJU eða GRUNNTEX grunni. Athugið að mikilvægt er að grunna alla viðgerða fleti.

  5. Að lokum eru málaðar 2 umferðir með VITRETEX útimálningu eða ULTRATEXI útimálningu.

  6. Lárétta fletti s.s. vatnsbretti skal mála eftir sílanböðun með VITRETEX ÞYKKHÚÐ.

    Síðan fara yfir með VITRETEX eða ULTRATEX tvær umferðir.

* Nákvæmari upplýsingar um efnin er að finna á tækniblöðum.

MÓNÓSÍLAN 40

MÓNÓSÍLAN 40 er notað á nýja og/eða ómálaða steinsteypu og múrhúð utanhúss,
til þess að gera flötinn vatnsfælinn.
Mónósílan 40 má einnig nota á hvers konar náttúrustein, múrstein o.fl. Tilgangslaust er að sílanbera áður málaða fleti.

BRYNJA

Grunnur, múr- og steinsteypumálning

BRYNJA er ætluð á steinsteypu og múr utanhúss. Hún er mött terpentínuþynnanleg akrýlmálning. Brynja er mjög opin og kemur því ekki í veg fyrir eðlilega rakaútgufun. Málningin vætir mjög vel og hefur því mjög góða viðloðun við múr og steypu. Þar sem upplausnarefnið er terpentína má mála við mun lægra hitastig en með vatnsþynnanlegum málningum.

GRUNNTEX grunnur

GRUNNTEX er vatnsþynnanlegur, akrýlbundinn bindigrunnur, sem smýgur vel, bindur laust yfirborð og styrkir flötinn. Ætlaður á steinsteypu og múrhúð utanhúss.

VITRETEX þykkhúð þykkmálning

Vitretex þykkmálning er ætluð á steinsteypu og múrhúð utanhúss bæði við ný- og endurmálun. Málningin er vatnsþétt og hentar á vatnsbretti og þess háttar. Mælt er með vatnsfælu á ómálaða fleti áður en málað er.

VITRETEX útimálning

VITRETEX er mött og vatnsþynnanleg akrýlmálning með frábært alkaíl-, vatns- og veðrunarþol og hentar því íslenskum aðstæðum sérlega vel. VITRETEX inniheldur hágæða 100% hreint akrýlbindiefni sem gefur málningunni afburða mikla mótstöðu gegn gulnun og krítun.

ULTRATEX Útimálning

ULTRATEX er ætlað á múr og steinsteypu úti. ULTRATEX er vatnsþynnanleg, akrýlbundin plastmálning, sem  myndar veðrunarþolna filmu allt niður að 0°C (getur þornað við allt að 0°C). ULTRATEX hleypir auðveldlega gegnum sig raka og hefur til að bera teygjueiginleika sem hjálpar til að brúa fínar sprungur.

Mónósílan

Brynja grunnur

Grunntex grunnur

Vitretex þykkmálning

Vitretex útimálning