FYRSTI ÞÁTTUR SKREYTUM HÚS

ÞRIÐJA ÞÁTTARÖÐ

 Þá er fyrsti þátturinn í þriðju þáttaröð af Skreytum Hús kominn út. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir ofan, inni á www.visir.is og á Stöð 2 Maraþon.

Í fyrsta þættinum förum við með Soffíu Dögg heim til Birgis Arnar eða Bigga löggu eins og hann er betur þekktur. Biggi flutti fyrir tveimur árum í íbúð á völlunum í Hafnarfirði með börnum sínum tveim. Hann fyllti íbúðina af hinum og þessum húsgögnum, mest notað og ódýrt, til bráðabirgða. Þessi bráðabirgðalausn var að verða að endanlegri lausn svo hann fékk Soffíu til að taka allt í gegn!

,,Ég hef ekki sterkar skoðanir á þessu. Þetta er bara svolítið kuldalegt eins og þetta er og ég veit ekkert almennilega hvað ég á að gera. Hvaða litir, veggir, húsgöng eitthvað. Mig langar rosalega til að þetta verði hlýlegt og heimilislegt,” sagði Biggi en það má nú segja að þegar það kemur að því að gera rými hlýleg og heimilsleg þá er Soffía Dögg rétta manneskjan í verkið.

“Fyrst af öllu var að finna hlýrri og mildari lit inn í rýmið. Vildum vera með einhvern lit sem væri frekar hlutlaus, en samt hlýr og notale Save gur. Fyrir valinu varð SANDUR, en hann er einstaklega fallegur. Mér finnst alltaf pínulítið eins og sólin skíni stöðugt inn í rýmin þar sem hann er. Það er ekki af ástæðulausu að Sandurinn er búinn að vera einn af vinsælustu litunum í Slippfélaginu í öll þessi ár,” segir Soffía Dögg.

_________________

Eitt af verkefnum þáttarins voru líka sundlaugaflísarnar, eins og Biggi kallaðir þær, sem voru á eldhúsinu. Gamlar flísar eru ekkert endilegar ónýtar flísar en með smá málingu má gefa öllu nýtt líf. Soffía Dögg fékk hann Garðar Erlingsson starfsmann okkar með sér í lið því þegar að flísar eru málaðar þá skiptir undirbúningsvinnan öllu máli.

Mikilvægt er að hreinsa allt vel áður en farið er í málningarvinnuna sjálfa en ítarlegar leiðbeiningar um hvernig á að mála flísar þannig það heppnist sem best má finna : HÉR !

Flísarnar voru málaðar með litnum MJALLHVÍTI sem er litur úr litakorti Soffíu Daggar hjá Slippfélaginu. Það er ótrúlegt að sjá hversu mikið rýmið virðist stærra og bjartara með hvítum flísum.

Hægt er að lesa meira um framkvæmdina á vefsíðu Soffíu : HÉR!

Frétt um þáttinn má finna á Vísir : HÉR! 

SANDUR kemur ótrúlega vel út á þessu alrými veitir því birtu og il. Sandur er ótrúlega hlýlegur grár litur og alrýmið er nærri því óþekkjanlegt eftir yfirhalningu frá henni Soffíu.  Sandur er klassískur sem hefur verið afar vinsæll.
Það að mála flísarnar gjörbreytir eldhúsinu sem verður bæði bjartara og virkar mikið stærra. Flísarnar voru málaðr í litnum MJALLHVÍT sem er fallegur mjúkur hvítur litur. Ef þú vilt vita meira um það hvernig á að mála flísar mælum við með að þú smellir hér.
Fyrir og eftir myndir af alrýminu. Soffía Dögg er mikill fagurkeri þegar kemur að heimilinu og er þetta heimili engin undantekning. Henni tókst svo sannarlega ætlunarverkið að gera rýmið hlýlegra og heimilislegra.
Allar myndir:  Soffía Dögg hjá Skreytumhus.is
Video birt með leyfi Stöðvar 2 og Visir.is

LITIRNIR SEM KOMA FRAM

SANDUR

SANDUR

Sandur er klassískur litur sem Rúnar litunarmeistari blandaði. Sandur varð vinsæll strax og er enn einn allra vinsælasti liturinn hjá okkur.

„Sandur – er ákaflega fallegur, mjúkur ljósgrábrúnn litur.“ – Hönnunarteymi Slippfélagsins 

MJALLHVÍT

MJALLHVÍT

Mjallhvít er fallegur mjúkur hvítur litur.

„Mjallhvít – þessi ekta hvíti! Þið vitið, sem er ekki of hvítur og ekki of gulur. Heldur bara þessi fullkomni félagi með öllum hinum litunum. Ekki kaldur, heldur alveg réttur.“ – Soffía Dögg Skreytumhus.is 

NÝIR FALLEGIR LITIR

YLJA

YLJA

Ljósari útgáfan af litnum Ró sem er dekkri, fagur, hlýlegur grátóna litur. Ylja er litur í allt rýmið, heil herbergi eða önnur rými þar sem þú sækist eftir góðu faðmlagi frá rýminu og fallegri hlýju.

Soffía Dögg tók í gegn sýningaríbúð á Ásbrú þar sem hún notaði litinn YLJA á alrýmið og baðherbergið. “Ég get ekki mælt meira með þessum fallega lit en YLJA er einn af nýju litunum mínum sem ég gerði og hann er alveg dásemd, svo hlýr og fallegur – mjúkur og umlykjandi,” segir Soffía Dögg.
Hægt er að sjá fleiri myndir á vefsíðu Soffíar HÉR!

Dekkri útgáfan af litnum Ylju. Tónninn er afar hlýr og milli dökkur. Grátóna litur sem fer vel í öll rými ef þú leitar eftir kyrrð og nokkurri dýpt í rýmið án þess að vera of yfirgnæfandi. Fullkomin ró í Ró!

„Í Ró litnum má finna örlitla brúna og græna undirtóna. Alveg fullkominn í svefnherbergi. Dekkri útgáfan af Ylju“ segir Soffía Dögg

Soffía Dögg málaði svefnherbergið í sýningaríbúðinni í litnum RÓ en liturinn er töluvert dekkri en YLJA en samt með þessum hlýja tón. “Yndislegur litur sem er fullkominn litur í svefnherbergið,” segir Soffía Dögg.

ÓSK

ÓSK

Ljósari útgáfan af litnum Værð. Ljós muskaður, fjólubleikur tónn sem gefur frá sér kærleik og umhyggju. Það er angurværð yfir Ósk sem fer fallega í rými og mildar þau.

„Ósk er hinn mjúki, bleiki litur drauma minna!  Bleikur með fjólubláum jafnvel smá brúnum undirtón. Þetta er bleikur án þess að vera of bleikur. Ef þú vilt fara tóninum dekkra, þá er Værð dekkri útgáfan af Ósk,“ segir Soffía Dögg

Hér málaði Soffía Dögg barnaherbergið í litnum ÓSK en liturinn er bleikur með smá brúnum undirtón. “Þessi mjúki, mildi bleiki litur drauma minna,” segir Soffía Dögg

VÆRÐ

VÆRÐ

Dekkri útgáfan af litnum Ósk. Milli dökkur, fjólubleikur muskaður tónn sem gefur frá sér mikinn kærleik og umhyggju.

„Værð og Ósk eru systralitir. Værð er dekkri af þeim tveimur, notalegur, hlýr og svo endalaust fallegur. Værð er með fjólubláum og brúnum undirtón sem gerir hann svo aðlaðandi, “segir Soffía Dögg

Í öðru svefnherbergi málaði Soffía Dögg með litnum VÆRÐ en VÆRÐ og ÓSK eru systralitir. ” Værðin er dekkri af þeim tveimur, notalegur, hlýr og svo endalaust fallegur. Það er smá fjólublár undirtónn í honum” segir Soffía Dögg

MISTUR

MISTUR

Mistur er nokkuð dökkur, blágrár muskaður tónn. Glæsilegur í samspili ljóss og skugga til að búa til dýpt og dulúð. Róandi litur sem gefur frá sér stöðugleika, sjálfstraust og kyrrð. Óhreini muskaði tónninn gerir hann óráðinn líkt og þokuna í fjöllunum.

„Mistur er blágrár að lit og er hreinn unaður. Hann er eins og margir litir, mjög breytilegur eftir ljósskilyrðum. Stundum virkar hann alveg blár en á öðrum tímum dagsins alveg grár. Hann er þó alltaf hlýr og fallegur,“ segir Soffía Dögg

Fimmti liturinn sem hún notaði í íbúðinni er blágrái liturinn MISTUR. “Hreinn unaður. Eins og allir hinir litirnir er hann svo breytilegur eftir ljósskilyrðum – og það er það skemmtilega við þá. Stundum finnst mér hann alveg blár og á öðrum tímum alveg grár. En alltaf hlýr og fallegur,” segir Soffía Dögg

VÆNN

VÆNN

Liturinn Vænn er grænn eins og náttúran. Græni tónninn veitir heilun og ró í rýmið. Milli dökkur litur, einstaklega fallegur, mjúkur og þægilegur. ,,Allt er vænt sem vel er grænt,“ á vel við hér!

„Vænn dregur fram hlýju og er umvefjandi eins og góður sumardagur,“ segir Soffía Dögg

Soffía Dögg notaði litinn VÆNN þegar hún var að setja upp sýningarrými fyrir Rúmfatalagerinn. VÆNN er æðislegur grænn litur. “Það er auðvitað allt svo vænt sem vel er grænt, ekki satt! Einstaklega fallegur grænn litur, svo mjúkur og þægilegur,” segir Soffía Dögg

SPES

SPES

Liturinn Spes er milli dökkur litur sem minnir á mosann, náttúruna og fallegt lyngið. Muskutónninn gerir hann jarðtengdari, mjúkan og djúpan. Grænleiddi undirtónninn gefur honum ró og seiðandi fegurð.

„Spes er afar fallegur. Hann er brúngrár og það má merkja smá grænan undirtón í honum. Virkilega notalegur og hlýr litur,“ segir Soffía Dögg

Soffía Dögg tók í gegn hjónaherbergi fyrr á þessu ári en málaði hún með litnum SPES. “Hjónaherbergi eru þessi rými sem vilja svo oft sitja á hakanum … En þetta rými, sem á að vera kózý staður til þess að slappa af, vill oft verða að hálfgerðu geymslurými. Hér er hjónaherbergi sem fékk smá ást og umhyggju og varð að alveg dásamlegu afdrepi sem hreinlega tekur utan um mann. SPES var fullkominn litur þarna inn. Hann er ótrúlega fallegur, brúngrár, og kannski má merkja smá græna undirtóna í honum. Virkilega notalegur og svona hlýr litur,” segir Soffía Dögg

LEKKER

LEKKER

Lekker er mjög fallegur og mjúkur bleikur litur með brúnum blæ. Mildur og agalega lekker eins og nafnið gefur til kynna.

Í þessu barnaherbergi er LEKKER á veggjum. Liturinn er ótrúlega mjúkur bleikur litur sem hentar fullkomlega í barnaherbergi. Mynd Bára (@Bara_97).

Hægt er að sjá fleiri myndir af öllum þessum litum inn á síðu Soffíu Daggar www.skreytumhus.is. Síðan mælum við með að allir fylgist með nýju sjónvarpsþáttunum hennar en fyrsti þáttur verður sýndur 10. nóvember inn á www.visir.is eða á Stöð 2 Maraþon.

NÝIR LITIR SOFFÍU DAGGAR

YLJA

VÆNN

MISTUR

ÓSK

VÆRÐ

LEKKER

SPES

LITAKORT

Fleiri þættir