Málning frá Slippfélaginu

Slippfélagið hóf framleiðslu á málningu á Íslandi árið 1951. Frá þeim tíma hefur Slippfélagið kappkostað við að framleiða hágæða málningu sem hentar fyrir íslenskar aðstæður. Nú í dag býður Slippfélagið fjöldann allan af vörutegundum af málningu sem henta innanhús, utanhús eða á skip.

Um er að ræða að mestum hluta hágæða akrýlmálningu sem er þeim kostum búin að vera gríðarlega endingargóð og hentar sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður. Málningin er afar þekjandi og auðvelt er að vinna með hana.

Slippfélagið hefur alla tíð haft það að leiðarljósi að framleiða hágæða málningu og erum við afar stolt af okkar framleiðslu. Slippfélagið hefur lagt mikla vinnu í að fullkomna okkar vörur og erum við ánægð með útkomuna. Við vitum að viðskiptavinir okkar eru á sama máli.