Spurt og svarað

Hér fyrir neðan eru algengar spurningar og svör.

Ef þú finnur ekki svar við þeim spurningum sem á þér brenna þá getur þú sent okkur fyrirspurn á forminu sem þú finnur neðst á þessarri síðu, sent okkur póst á slippfelagid@slippfelagid.is – þá er að senda myndir með fyrirspurninni og svo erum við alltaf við símann á afgreiðslutíma 588 8000.

Innimálun

Nokkrar leiðir eru til að lakka innréttingar og hurðar en þessi er nokkuð góð:

  1. Fituhreinsa vel alla fleti svo að viðloðun náist. Slippfélagið mælir t.d með Maalipesu eða Kalustepesu fituhreinsi frá Tikkurilla fæst í Slippfélaginu.
  2. Pússa yfir fleti með sandpappír nr. 120-180.
  3. Þurrka rykið af með rakri tusku.
  4. Grunna með hurðar og/eða innréttingar. Við mælum með Multistop frá Tikkurilla eða Kópal Magna í verkið.
  5. Pússa létt yfir grunninn með sandpappír nr. 240 eftir að grunnurinn er þornaður (6-8 klst).
  6. Þurrka rykið af með rakri tusku.
  7. Lakka yfir eina umferð með HELMI vatnslakki sem fæst í Slippfélaginu. Fæst í þremur gljástigum (10, 30 og 70). Lakkið þarf að þorna í 6-8 klst.
  8. Val – sumir vilja slípa aftur yfir með mjög fínum pappír nr. 320 og rykið tekið með klút.
  9. Önnur umferð lökkuð yfir.*Athugið að lakkið er 7-10 daga að full harðna en hægt er að setja innréttinguna upp varlega. Varist hinsvegar mikið hnjask í þennan tíma eða þrif. Akrýllakk er plastefni sem þarf tíma til að ná fullri hörku.
    * Mikilvægt að nota lakkrúllu (snögghærð) og lakkpensil svo áferðin verði sem best.

Hér er video sem sýnir vel hvernig er besta að bera sig að við að lakka hurðir frá samstarfsaðilum okkar Tikkurila:

Að ýmsu þarf að huga þegar veggir eru málaðir hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:

  • Veggi þarf að þrífa vel – sérstaklega fleti sem húðfita eða önnur fita getur leynst. Til dæmis höfðagaflsveggur eða veggur í eldhúsi. Annars nær málningin ekki viðloðun og getur flagnað.
  • Gott er að taka alla ljósslökkvarar af og taka ljós í loftum niður og setja einfalt ljósstæði (rússa), þetta einfaldar loftamálunina til muna.
  • Hurðarkarma er flesta hægt að kippa af og það auðveldar verkið.
  • Fjarlægja nagla og skrúfur og spartlað í öll göt á veggjum með spartl spöðum. Spartlinu er leyft að þorna og þá og pússað yfir það með sandpappír. Yfirleitt þarf að spartla tvisvar og pússa spartlið niður á milli umferða. Gott er að grunna yfir spartlið með Gifs og spartl grunni til að loka spartlinu, síðan má mála yfir með veggja málningu.
  • Gott að nota málningarlímband til að hjálpa við skurð á línum. Þegar límbandið er notað þarf að passa að strjúka þettings fast eftir því svo ekki blæði.
  • Gott er að skera með pensli og lítilli rúllu meðfram öllu og í öll horn. Varist að nota pensla á veggi nema að rúlla yfir strax á eftir þar sem penslar skilja eftir sig aðra áferð en rúllan.
  • Megin reglan er að málaðar tvær umferðir til að ná fram fallegri útkomu.
  • Munið að hafa nóg í rúllunnu og rúlla alla leið frá gólfi og upp. Mikilvægt að rúlla í löngum strokum svo að áferðin verði sem best.
  • Betra er að mála í svalara hitastigi en stofu hita eða um 12-18° C svo málninginn fljóti betur og fá sinn tíma til að þorna. Þannig næst sem best áferð á efnið. Gott er að skrúfa niður í ofnum og opna einn lítinn glugga svo rakastigið og loftflæðið haldist gott.
Málning með hreinan akrýl er almennt séð mun betri og sterkari málning en PVA (PolyVinylAsetat) málning. Dæmir um eiginleika sem akrýlmálning hefur fram yfir…

  • Hún hefur meiri viðloðun við flötinn, þar sem raki og bleyta. Þannig að akrýlmálningarefni hafa meira þol gagnvart blöðrumyndun, sprungumyndun og flögnun.
  • Hún hefur meira vatnsþol, sem hindrar blöðrumyndun.
  • Hún er ekki eins skítsælin og hefur meira þol gagnvart myglu og ýldu.
  • Hún er basaþolnari, þ.e.a.s. þolir alkalískar aðstæður mun betur, t.d. þvott með basískum hreinsiefnum.
  • Hún hefur meira þol gagnvart útfjólubláum geislum og sólarljósi. Það gefur betri litheldni og minni kölkun.
Já, það er hægt að mála flísar með góðum árangri. Lykillinn að velgengni er að hreinsa flísar afar vel fyrir málun. Síðan er hægt að nota epoxý grunn, líkt og EPX-V sem er vatnsþynnanlegt epoxý. Það skiptir miklu máli að hreinsa flísarnar mjög vel með hreinsiefnum og matta þær síðan eins og hægt er.
Þegar mála skal flísar koma nokkur efni til greina og mun ég reyna að gefa ykkur góða mynd af því verkferli. Flísar eru í eðli sínu með mis hart yfirborð og hafa einnig mismunandi gljáa. Nauðsynlegt er að hreinsa yfirborð flísanna með góðu hreinsiefni td Málningahreinsi frá Slippfélaginu og gott er síðan að þvo yfir með hreinu volgu vatni til að tryggja að ekkert sé eftir af hreinsiefninu á fletinum.
Mjög gott er síðan að slípa yfir flísarnar með rafmagnsjuðara og nota smergelpappír (strigabundinn sandpappír) no 100 – 120. Þó að ykkur sýnist þetta hafi lítil áhrif er það svo að það myndast örlitlar rispur á flísunum sem halda málningu mun betur en óslípaðar. Ef þetta er baðherbergi með miklum vatnságangi er best að nota Bátagrunn sem er tveggja þátta (herðirinn er í sér dós) og rúlla yfir flísarnar og gott er að þynna grunninn 15% með epoxyþynni. Nauðsynlegt er að nota góða grímu því að lyktin er sterk og best væri að gera þetta þegar húsnæðið stendur tómt. Þegar grunnurinn er þurr (daginn eftir) er málað með vatnsþynnanlegri epoxymálningu (Hangar) (herðirinn er í sér dós) og er gott að þynna hana örlítið með vatni 10%. Gott er að nota snögga lakkrúllu úr td mohair í verkið.
Farin er önnur umferð 10 tímum síðar. Ef flísarnar eru ekki á álagssvæði t.d á milli eldhúsinnréttingar og borðplötu er ekki nauðsynleg að nota þessa aðferð heldur er nægjanlegt að grunna með grunni sem heitir Kópal Magni og mála svo með Akríl 35 vatnslakki. Það er samt sem áður alltaf best að þvo flísarnar og nota juðara til að slípa yfir.
Varðandi áðurnefnda aðferð til að mála baðherbergi hefur stundum sloppið að nota eingöngu vatnsþynnanlegu málninguna (Hangar) sérstaklega þegar flísarnar eru frekar mattar.
Að lokum er vert að nefna að málun með tveggja þátta málningu er örlítið frábrugðnari málun með venjulegri málningu og þarf að passa mjög vel að blanda herðinum mjög vel saman við málninguna (hræra í 3 mínútur) og þynna síðan ef þurfa þykir. p.s þessi málningarkerfi er líka hægt að nota á harðplast plastparket og gólfdúka.
Það eru nokkur atriði sem nefnd eru til að hafa ljósa og matta málningu í loft. Eitt er það að ljós litur virðist stækka herbergi og mattleiki felur betur allar misfellur o.þ.h. Jafnframt hindrar hann að litir og ljós spegli í loftinu. Fólk vill kannski ekki bleik loft þó þau eigi rauðan sófa.
Staðallitur er sá sem er litaður í framleiðsluferlinu og er því ekki litaður í litavél við afhendingu. Slíkir litir dekka yfirleitt vel. Stofnar eru litaðir í litavél við afhendingu málningar. Hjá Slippfélaginu eru A, B, og C stofnar. Þar sem A er hvítastur og C er með enga hvítu. Litir litaðir úr stofni er ekki hægt að skila, svo mikilvægt er að búið sé að velja liti vel og vandlega áður en hann er blandaður.
Nei, þetta er ekki rétt. Í það minnsta er innanhúsmálningin frá Slippfélaginu hönnuð til að vera afar lyktarlítil og úr umhverfisvænum hráefnum.
Notkun alkýðolíuefna hefur dregist mjög saman undanfarin ár. Ástæðan er að betri og sterkari umhverfisvæn vatnsþynnanleg efni hafa komið fram, líkt og Bett og Hemukrýl. Afar góð reynsla er komin á Bett og Hemukrýl akrýlmálningar við fjölbreyttar íslenskar aðstæður.

Dæmi um hvað vatnsþynnanleg akrýlmálning, eins og Bett og Hemukrýl, hafa fram yfir olíuefnin.

  • Efnaþolnari (Sýrur, basa og þvottaefni o.s.frv).
  • Höggþolnari (Alkýð efnin eru eitthvað harðari en akrýlmálning þarf mun meira högg til þess að springa).
  • Verða ekki stökkt með aldri eins og olíuefnin.
  • Gulna ekki og hafa meira veðrunarþol.
  • Innihalda sérstök myglu, sveppa- og bakteríusæfiefni og þá sér í lagi Hemukrýl. Efnin henta þar sem mikill raki er og krafa um þvottheldni.
  • Þurrktími mun styttri.
  • Engin terpentínu- eða jurtaolíulykt. Því er hægt að nota akrýlmálningu á staði þar sem engin lykt má finnast, t.d. í skólum, sjúkrahúsum, elliheimilum og við matvælavinnslu.
  • Olíuefni geta í sumum tilvikum valdið ofnæmisviðbrögðum hjá viðkvæmu fólki.
  • Mun umhverfisvænna og minna álag á umhverfið!
Þegar baðkar eru framleidd, er ekki gert ráð fyrir að þau séu máluð.  Á þeim er gljáhúð (emilering), sem á að hrinda öllu frá sér. Með réttum málningarefnum er þó hægt að komast fram hjá þessari hindrun.

Til að byrja með þarf að þrífa baðkerið með fituhreinsi (Delfin fettlösare). Hann er borinn á með uppþvottabursta. Mikilvægt er að allir fletir fái þessa meðferð. Fituhreinsinn má blanda 1:1, allt eftir því hve flöturinn er fitugur. Fituhreinsinn má nota óþynntann. Hann er borinn á með bursta, látinn liggja á í 15 mínútur, og síðan skolaður vel af með hreinu vatni. Kerið er síðan þurrkað með hreinni tusku. Að því loknu er, til að tryggja viðloðun, karið slípað með sandpappír af grófleika 180-220. Allt ryk er síðan fjarlægt vandlega með ryklút.
Næst er að grunna karið. Til þess er notaður tveggja þátta epoxy-grunnur ( HMP Light primer nr. 4555 ). Hann bindur sig vel við gljáhúðina, auk þess að tryggja viðloðun lakksins. Nauðsynlegt er að þynna grunninn, 5-10%, með þynni númer 0845. Með því næst gott flot í efnið og slétt áferð.

Þá er komið að lökkun. Til þess er notað Poly Best, tveggja þátta pólýúreþan lakk, vörunúmer 5555. Það má þynna 5-10%, með þynni númer 0871. Tvær umferðir eru nauðsynlegar, en þrjár ennþá sterkari.  Yfirmálunartími milli grunns og lakks er lágmark 4 klst. en hámark 3 dagar. Lágmarks yfirmálunartími milli lakkumferða er 16 klst., hámarkstími 5 dagar. Til að ná betri áferð er gott að slípa á milli umferða með mjög fínum sandpappír af grófleika. 400. Allt ryk er síðan fjarlægt vandlega með ryklút.
Það er nauðsynlegt að hafa í huga, að bæði þessi efnin eru mjög lyktarsterk. Því er ráðlegt að hafa kolagrímu fyrir vitum, þegar verkið er unnið. Þá er nauðsynlegt að hafa glugga opna.
Þegar lakkið er þornað er baðkarið fyllt af köldu vatni  og það látið standa í 1. klst.  Eftir það er karið tilbúið til notkunar.

Þetta málningarkerfi hefur dugað vel á plastbáta og heita potta um árabil og er eina kerfið, sem Slippfélagið þorir að mæla með á baðkör.

Ef um hefðbundið lakkað parket er um að ræða þá er hér góð aðferð til að mála parketið.

  1. Þrífa parketið afar vel.
  2. Slípa síðan niður allan glans og matta flötinn með sandpappír.
  3. Grunna síðan með t.d. Kópal Magna eða Multistop Sealing Primer.
  4. Síðan mála með til dæmis Betolux Akva yfir tvær umferðir. Við getum blandað hvaða lit sem er í þessa gólfmálningu.

Hér er video frá samstarfsaðilum okkar hjá Tikkurila um ferlið:

Það er hægt að mála yfir veggfóður en það þarf að vanda til verka. Við mælum með að:

  • Grunna yfir það með góðum akrýl grunni eins og Gifs og spartlgrunni frá Slippfélaginu.
  • Athugið að veggfóður getur bólgnað upp og ef það gerist þá þarf að skera bólgurnar upp og spartla yfir það og síðan pússa niður spartlið með sandpappír. Grunna þarf yfir spartlið með gifst og spartlgrunni.
  • Mála yfir tvær umferðir með hefðbundinni veggjamálningu.

Að ná gömlu veggfóðri af veggjum er best að:

  • Ef þetta er pappírsveggfóður eða vínylveggfóður þá þarf að ná ysta laginu af.
  • Þá situr pappír eftir á veggnum sem þarf að ná af líka.
  • Næst er þá að setja vatn í fötu með uppþvottalegi og rúlla þessu vatni á vegginn til að bleyta vel upp í pappanum.
  • Þá er hægt að skafa pappann af veggnum með góðri sköfu.
  • Ef ekki allur pappírinn fer af veggnum er gott ráð að heilspartla yfir vegginn eða spartla yfir þá staði sem pappinn fer ekki af.
  • Þegar pappírinn er farinn af þá þarf að slípa létt yfir vegginn.
  • Svo er hægt að mála yfir með hefðbundinn i veggjamálningu.

Húsamálun og steinsteypa

Já, það er nauðsynlegt að fjarlægja vel öll óhreinindi. Hreinsun er afar mikilvægur þáttur í málningarvinnu því ryk, mold, sót, sölt og önnur óhreinindi geta haft skaðleg áhrif á viðloðun málningar við steininn. Meira þarf til að væta ryk o.þ.h., svo að efnisnotkun getur jafnframt aukist. Góð hreinsun getur lengt endingu málningarkerfisins um mörg ár..
Alkýðolíumálning virðist við fyrstu sýn ná góðri viðloðun við gljúpa fleti eins og steinsteypu. Aftur á móti þola olíurnar í málningunni illa basískt umhverfi (hátt pH). Steinsteypa er í eðli sínu basísk og því byrjar slík málningin að sápast og flagna, sérstaklega ef um er að ræða nýjan stein og rakt umhverfi. Því skal varast að nota alkýðolíumálingu á steinsteypu og nota heldur málningu með t.d. akrýlbindiefni.
Nei, það er alls ekki nauðsynlegt. Í nær öllum tilvikum nær plastmálning mjög góðri viðloðun við aðra plastmálningu. Terpentína getur í sömum tilvikum veikt viðloðun gömlu málningarfilmunnar. Aftur á móti ef yfirborðið er duftkennt eftir hreinsun getur borgað sig að mála með terpentínuþynnalegri akrýlmálningu eins og Brynju (vörunr. 8820).
Sementshúð er þurrefnaríkt og duftkennd sementslag sem myndast yst á steinsteypu eftir lagningu hennar í mót. Nauðsynlegt er að fjarlægja alla sementshúð, þar sem lagið hefur lítinn innri styrk og flagnar að lokum af sjálfri steypunni. Lagið flagnar af við almenna veðrun. Hægt er að fjarlægja sementshúð með rifefna blæstri, vatnsháþrýstiblæstri eða með saltsýruþvotti.

Viður og trévirki

Það eru ýmsar ástæður fyrir því af hverju viður skal vera sem þurrastur við málun. Þumalputtaregla segir að við 18 % raka byrja að myndast ákjósanlegar aðstæður fyrir margs konar sveppi, myglu og ýldu. Löng ending byggir m.a. á því hversu langan tíma timbrið er yfir 18 % raka. Lokuð málningarfilma tefur þurrk á blaut timbri. Jafnframt ber að hafa í huga að skilyrði fyrir myndun viðloðunareiginleika filmunar skerðast. Timbur sem er mettað af vatni er ólíklegra að draga til sín smjúgandi bindiefni málningar. Blautur viður, sem er þrútinn af vatni, getur valdið stressi á málningarfilmuna við þornun. Raki getur valdið möttun á málningarfilmunni.
Grámi er dauður viður sem sólarljós hefur brotið niður og hefur mismunandi góða viðloðun við lifandi viðinn. Að mála yfir slíkt getur skaðað talsvert viðloðunareiginleika málningarkerfisins. Það sama gildir og að mála yfir óhreinindi eins og myglu og mosa. En þar bætist einnig við sú hætta að mygla, mosi og ýlda geta byrjað að hrjá viðinn undir málningarfilmunni þegar ákjósanlegar aðstæður skapast.
Málning byrjar oftast að flagna af botnlistunum. Ástæðan er sú að þessi hluti gluggans verður fyrir meira vatnsálagi en aðrir. Bestur árangur næst með að mála hrjúfan, þurran og hreinan við, ásamt því að tryggja að sem allra minnst vatn nái að liggja á listanum. Nokkrar einfaldar vinnuaðgerðir til að minnka líkur á flögnun eru…

  • Slétta vel út sílikon við glugga.
  • Tryggja að sílikon smitist ekki út á listann.
  • Hafa góðan halla út á botnlistanum!
  • Timbrið skal vera þurrt við málun!
  • Hrjúfa hörð og slétt yfirborð með sandpappír. Hrjúfa út frá 45 ° horni frá viðarlínum.
  • Nota Viðar grunnvörn 2415 á enda, hægt að sleppa ef timbrið er mjög hart og feitt.
  • Grunna með Viðar grunnmálningu 2420.
  • 2-3 umferðir af Viðar eða Hjörva 30.
Sementshúð er þurrefnaríkt og duftkennd sementslag sem myndast yst á steinsteypu eftir lagningu hennar í mót. Nauðsynlegt er að fjarlægja alla sementshúð, þar sem lagið hefur lítinn innri styrk og flagnar að lokum af sjálfri steypunni. Lagið flagnar af við almenna veðrun. Hægt er að fjarlægja sementshúð með rifefna blæstri, vatnsháþrýstiblæstri eða með saltsýruþvotti.

Þök

Já, hreinsun er mjög mikilvæg. Áhrifaríkast er að þvo flötinn með þar til gerðu hreinsiefni og háþrýstiþvotti, því þá næst auðveldlega í burt ryk, sölt og olíur. Til dæmis fjarlægir olíuhreinsir valsaolíu á nýju bárujárni. Olíur og fitur geta skert verulega viðloðun efna og þá sérstaklega vatnsþynnanlegra efna.

Vatnsuppleysanleg óhreinindi mynda raflausn með vatni sem hvatar tæringu. Mjög mikilvægt er að þvo slík efni í burt. Ef málað er yfir sölt þá kalla slík efni á vatn í gegnum málningarfilmuna og getur í slæmum tilvikum skapað blöðrumyndun eða skert viðloðun. Málningarnotkun getur aukist þar sem meiri máling fer í að væta upp þurr óhreinindi.

Góð hreinsun lengir verulega endingu málningarkerfis!

Já, góðir grunnar skipta lykilmáli í góðu málningarkerfi. Þeir þurfa að ná sem bestri viðloðun við slétt yfirborðið. Jafnframt þarf hann að vera lokaður, hafa mikla ryðvarnareiginleika og þola basískt yfirborð. Grunnur hjálpar til við að ná réttri þurrfilmuþykkt á málminn.
Alkýðolíumálning á það til að kalka með aldri og myndar duftkennt yfirborð. Sólarljós brýtur niður ysta lag bindiefnisins og myndar hvítleitt duft. Slíkt yfirborð getur verið erfitt að mála. Háþrýstiþvottur og basísk hreinsiefni virka vel til að fjarlægja slíka kölkun. Síðan skal bletta og heilgrunna með Þakgrunni (vörunr. 1387).
Filmuþykkt skiptir höfuðmáli í endingu málningarkerfis. Filmuþykkt skal vera sem þykkust og jöfnust yfir flötinn. Erfitt er að segja til um hversu mikil þykktin eigi að vera, þar sem tæringarálag og umhverfisþættir skipta miklu máli. Það er t.d. mun meiri tæring niðri í miðbæ Reykjavíkur en ofarleg í Breiðholtinu. Þurrfilmuþykkt skal þó aldrei vera minni en 80 – 100 mikron.

Þegar sink tærist myndast hvít tæringarútfelling. Ef málningarfilman er of þunn getur tæring á sinkinu átt sér stað og þessi útfelling byrjað að koma í gegnum filmuna. Þessar útfellingar geta verið mjög hvimleiðar og ljótar ásýndum. Nægileg þykkt af málningunni kemur í veg fyrir þetta vandamál.

Þess ber þó að gæta við málun að bera ekki of þykkt á í einu svo að málning nái að leka mikið niður í lágbáru.

Málmar

Eldhúð er dökkleitt járnoxíðefni, sem myndast við framleiðslu á stáli. Það er afar mikilvægt að fjarlægja hana fyrir málun eða áður en stálið er tekið í notkun. Fyrir því eru tvær ástæður.

Eldhúð bregst ekki eins við hitaþenslu og stálið. Eldhúð getur því flagnað af stálinu við hitasveiflur og tekið með sér alla málningu sem er föst við húðina.

Eldhúð er katóða á stál og þar sem húðin er göfugra tærir hún stálið. Þetta er svokölluð tvímálmavirkni, alveg eins og kopar tærir stál eða stál tærir sink. Eða í stuttu máli þá fórnar stálið sér fyrir eldhúðina.

Fyrsta verk skal því vera að fjarlægja eldhúðina af stálinu!

Þetta stafar af tvímálmvirkni. Kopar er hærri í spennuröðinni en járnið í festingunni og tærir því járnið. Það þarf því að fjarlægja koparboltana og velja bolta sem eru úr efni sem er líkara járninu í festingunni.

Hafðu samband við okkur

Vantar þig
upplýsingar um
hvernig á að mála?

 

Hvaða málningu
þú átt að nota?

 

Þarftu að panta?

 

Vantar þig ráð?

    Nafn:

    Netfang:

    Fyrirspurn:

    Ef það hentar þér betur að senda mynd með fyrirspurninni sendu okkur þá póst á slippfelagid@slippfelagid.is með myndum í viðhengi. Við leggjum okkur fram við að þjónusta viðskiptavini okkar og við svörum samdægurs ef þú sendir fyrir kl. 14:00 virka daga. Passaðu að láta símanúmerið fylgja ef okkur vantar meiri upplýsingar.