Vinsælustu litir Slippfélagsins

Smelltu á litina til að sjá þá á inni- og útiveggjum.

Skreytum hús litirnir eru frá Soffíu Dögg Garðarsdóttur og Slippfélaginu en hún heldur úti vefnum Skreytum hús sem er íslenskt heimilisblogg og fjallar um skreytingar og breytingar, fegrun heimilis og almennt þá hluti sem að eru að gleðja hana að hverju sinni!

Slippfélagið hefur í samstarfi við innanhússhönnuðinn Sesselju Thorberg gefið út tvö litakort undir formerkjum fyrirtækisins hennar, Fröken Fix hönnunarstudio.

Í korti þessu eru djarfir en í senn mildir litir sem sem töfra hreinlega fram vissa stemningu. Í kortinu má finna hinn sívinsæla Gary Grant gráan, Mr. Fix bláan að ógleymdir Shirley Temple, sem hefur verið hvað vinsælust á útihurðir landsmanna.

Sæja innanhússhönnuður er hönnunarstofa rekin af Sæbjörgu Guðjónsdóttur eða Sæju eins og hún er alltaf kölluð. Sæja og Slippfélagið hafa áttí góðu samstarfi í gegnum árin og fögnum við nýju litakorti í samstarfi við hana.

Sæja útskrifaðist sem innanhússhönnuður árið 2011 frá KLC School of Design / University of Brighton og hlaut John Cullen Lighting Design verðlaunin það árið. Frá útskrift hefur Sæja unnið sjálfstætt fyrir bæði heimili og fyrirtæki en einnig starfaði hún á arkitektastofunni the Manser Practice í London og hefur komið að hönnun verslana, veitingastaða, hótela og tekið þátt í samkeppnum í samstarfi við hönnuði og arkitekta bæði heima og erlendis.

Slippfélagið hefur í samstarfi við innanhússarkitektinn Söru Dögg Guðjónsdóttur hannað litapallettu. Sara hefur einstaklega flottan og nútímalegan stíl.