Litur augnabliksins – Gyðjugrænn

Vinna hönnunarteymis Slippfélagsins heldur áfram, síðast var það Drottningablár sem fangaði augnablikið en nú var teymið sammála um dökk grænan tón. Að finna hinn sanna djúpa tón með réttum blæ tók þó nokkrar tilraunir en í því ferli var litunardeild okkar í lykilhlutverki, starfsmenn okkar þar búa að hæfni og reynslu sem er einstök. Eftir töluverðar tilraunir í litablöndun fannst loks hinn sanni græni litur augnabliksins – Gyðjugrænn.

„Á eftir Drottningu kemur Gyðja – innblásinn af gyðjum fortímans, nútímans og framtíðar sem skreyta sig jarðneska græna gimsteininum Emerald.

Gyðjugrænn dregur þig að sér og gefur þér grið frá amstri, við ljósgeisla kemur fram leyndardómur hans um bjarta framtíð, frjósemi, vöxt og velmegun.“

– Hönnunarteymi Slippfélagsins 

Gyðjugrænn á veggjunum í mattri málningu.
Stóll, hliðarborð og vasar frá Línunni. 

Pallettan sem teymið mælir með

Gyðjugrænn

Kiddahvítur

Öldugrár

Gveigugulur

Hrafnagrár

Gyðjugrænn færi fallega í flestum rýmum og gæfi þeim mikinn karakter. Hann færi vel á sjónvarpsvegginn, forstofuna, svefnherbergið eða jafnvel á alla stofuna. Lýsingin er aðalatriðið, en með henni er hægt að leika sér að því að tóna litinn niður og búa til dýpt eða lýsa upp og og gera hann beittari.

Smelltu á myndina til að skoða vörurnar nánar.

Litur augnabliksins
Gyðjugrænn

Vinna hönnunarteymis Slippfélagsins hefur haldið áfram, síðast var það Drottningablár sem fangaði augnablikið en nú var teymið sammála um að dökk grænn tón væri nærri lagi. Að finna hinn eina sanna dökkgræna djúpa með réttum blæ tók þó nokkrar tilraunir en í því ferli var litunardeild okkar í lykilhlutverki, starfsmenn okkar þar búa að hæfni og reynslu sem er einstök. Eftir töluverðar tilraunir í litablöndun fannst loks hinn sanni græni litur augnabliksins – Gyðjugrænn.

Gyðjugrænn á veggjunum í mattri málningu.
Stóll, hliðarborð og vasar frá Línunni. 

„Á eftir Drottningu kemur Gyðja, innblásinn af gyðjum fortímans, nútímans og framtíðar sem skreyta sig jarðneska græna gimsteininum Emerald. Gyðjugrænn dregur þig að sér og gefur þér grið frá amstri, við ljósgeisla kemur fram leyndardómur hans um bjarta framtíð, frjósemi, vöxt og velmegun.“

– Hönnunarteymi Slippfélagsins 

Gyðjugrænn færi fallega í flestum rýmum og gæfi þeim mikinn karakter. Hann færi vel á sjónvarpsvegginn, forstofuna, svefnherbergið eða jafnvel á alla stofuna. Lýsingin er aðalatriðið, en með henni er hægt að leika sér að því að tóna litinn niður og búa til dýpt eða lýsa upp og og gera hann beittari.

Palettan sem teymið mælir með

Gyðjugrænn

Kiddahvítur

Öldugrár

Gveigugulur

Hrafnagrár

Smelltu á myndina til að skoða vörurnar nánar.

Við mælum með …

… að nota matta málningu þegar málað er með Gyðjugrænum því þannig verður liturinn mýkri og gefur ljúfan tón inn í rýmið þar sem ljósið endurkastast síður af veggjunum. Leikur ljós og skugga kemur fallega út í mattri málningu. Þá skiptir gríðarlega miklu máli að vera með góða hágæða málningu svo hægt sé að þrífa veggina án þess að málningin fari hreinlega með.
Við bjóðum upp á nokkrar tegundir málningar sem allar hafa það sameiginlegt að vera ákaflega þvottheldnar. Sölumenn okkar gef þér góð ráð við valið á hvaða málning hentar þínu rými best.

Takið eftir að listarnir eru málaðir í sama lit. Það blekkir augað og gefur rýminu meiri loft hæð og gerir vegginn meira djúsí. Húsgögn frá Línunni. 

Gott að vita þegar málað er innanhús

– Loft eru alltaf máluð á undan veggjum, svo ekki fari málning á nýmálaða veggina.
– Loft eru ýmist oftast höfð ljósari eða í sama lit og veggir.
– Aukin gljái gerir misfellur á yfirborði meira áberandi. Mött málning felur misfellur betur en gljáandi.
– Ekki er ráðlagt að mála loft með hærra gljástig en 5. Á veggi í herbergjum og stofu er hægt að nota meira t.d. gljástig 10-20.
– Í eldhúsi og baðherbergi er mælt með enn hærra gljástigi, t.d. Akrýl 35 eða 85 málningu. Hún er með sveppa- og mygluvörn.
– Augað skynjar liti mismunandi eftir gljáa.
– Litir virðast sterkari á stórum flötum.
– Lýsing hefur áhrif á liti.
– Litaprufur geta verið afar hjálplegar við val á litum. Hægt að fá litlar handhægar litaprufur í öllum litum og prófa hinar og þessar litasamsetningar.
– Ekki er allt sem sýnist í litakortum. Gott er að prufa alvöru litaprufu á rýmið því náttúruleg birta getur verið mismunandi eftir rýmum.
– Byrjið ekki á nýrri málningardós á miðjum vegg.
– Rétt hitastig (15-20 °C) og rakastig (40-70 %) skipta máli hvernig til tekst.
– Lesið vandlega á dósarmiða áður en vinnan hefst.

Smelltu á myndina til að sjá
vinsælustu litina okkar.