Hero image

Gluggar

Gluggar Inni:
1. Þrífa skal glugga með Kalustepesu sé um endurmálun að ræða og skrapa alla lausa málningu.
2. Þar sem sést í bert timbur skal grunna með Multistop og sparsla 2-3 umerðir með Dalapro Wood Finish.
3. Slípa þarf spartlið með fínum sandpappír grófleika P180-P320.
4. Sparslið er svo grunnað og lakkaðar tvær umferðir eða þangað til full þekja næst með Helmi 10%, 30% eða 80% gljáa.

 

Gluggar/viðar klæðningar úti, þekjandi:
1. Skrapa og slípa þarf alla lausa málningu af viðnum. Sé mikil grámi í viðnum þarf að fjarlægja hann með Viðar Grámahreinsir.
2. Þar sem ber viður er er borin ein umferð af Viðar Trévörn.
3. Yfir Viðar Trévörn fer ein umferð af Viðar Grunnmálningu.
4. Að því loknu eru málaðar tvær umferðir eða þar til full þekja næst með Viðar Þekjandi.

 

Gluggar/viðarklæðning:
1. Skrapa og slípa þarf alla lausa málningu af viðnum. Sé mikil grámi í viðnum þarf að fjarlægja hann með Viðar Grámahreinsir.
2. Þar sem ber viður er er borin ein umferð af Viðar Trévörn.
3. Að lokum eru málaðar tvær umferðir af Viðar Hálfþekjandi.