Línan Ilmur er innblásin af jarðlitunum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum. Nöfnin á litunum tengjast ilmum úr náttúrunni og gefa til kynna hvernig þeir eru á litinn. Fallegt er að blanda litunum saman inná heimilum, hvort sem er með fylgihlutum sem vísa í aðra tóna úr línunni eða með því að deila þeim niður á rými. Smelltu hér til að skoða litakortið í heild sinni.
Vísar í náttúrulegan ljósan lit úr hör stráum. Liturinn er ljós með “beige” undirtón.
Hör
Vísar í leirinn í jörðinni og minnir á litina við “Hveri” á Íslandi. Liturinn er millidökkur með brúnum undirtón.
Leir
Eins og Krydd vísar liturinn í rauðbrúnu litina í haustinu nema hér með meiri gulum tón. Myrran er söfnuð úr trjám og myndar fallegan gulbrúnan lit. Framandi litur sem skemmtilegt er að nota.
Myrra
Vísar í rauðbrúnu litina í haustinu. Það er eitthvað framandi við þennan tón og hann kryddar upp tilveruna.
Krydd
Vísar í haustlyngið. Lyngið er farið að gulna og er því liturinn með brún – græn – gulum undirtón. Dekkri litur sem breytist eftir birtustigi.
Lyng
Vísar í grá – brúna börkinn á lakkrísrótinni. Litinn sjáum við í fjöllunum með haustlitunum. Liturinn er bæði fallegur á veggjum og ef ykkur langar að mála innréttinguna.
Lakkrís