Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Vottunin er alltaf framkvæmd af óháðum þriðja aðila. Svansmerkið segir okkur að málningin uppfylli strangar kröfur um loftgæði og heilsuviðmið. Viðkvæmum hópum, barnshafandi konum, ungabörnum, astma- og ofnæmisveikum stafar ekki hætta af henni. Málningin er án leysiefna og losar því ekki skaðleg efni í andrúmsloftið. Svanurinn setur kröfur á skaðleg efni, orku- og loftslagsmál, auðlindanýtingu, hringrásarhagkerfið, líffræðilegan fjölbreytileika og gæði.
Vörurnar hér fyrir neðan eru svansmerktar.