Your alt text

Viðar hálfþekjandi viðarvörn

Vörunúmer: 24250000

Viðar hálfþekjandi er hálfþekjandi alkýð/olíu viðarmálning sem er afar þægileg í vinnslu og slettist lítið. Málningin hefur mjög góða smýgni- og vætieiginleika, ásamt því að mynda afar vatnsfráhrindandi og hálfgljáandi filmu. Hún hentar því íslenskum aðstæðum sérstaklega vel. Viðar hálfþekjandi dregur fram viðarmynstrið og ver viðinn gegn niðurbrotsáhrifum útfjólublárra geisla.Viðarmálningin inniheldur efni til varnar sveppa- og gróðurmyndun.

Tæknilegar upplýsingar
Litir Glært auk litakerfis
Gljástig Hálf gljáandi
Pakkningar 1, 4 og 10 lítrar
Efnisnotkun 4-6 m2 /l (óheflaðurviður)
9-11m0 /l (heflaður viður)
Eðlisþyngd 0,87 kg / l
Þurrefni 33% (rúmmál)
Þynnir Terpentína
Áhaldahreinsir Terpentína eða Penslasápa
Þurrktími 12-24 klst
Yfirmálun Lágmark: 24 klst
Hámark: Ekkert

Stærð : 0,9 ltr. - 3,7 ltr. - 9 ltr.