Hero image

Myndlistarvörur

Myndlistarvörur

Eitt mesta úrval landsins af myndlistarvörum má finna í verslunum Slippfélagsins í Fellsmúla og á Akureyri. Þar má finna allt til alls þegar kemur að sköpun. Hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref í myndlist eða lengra kominn þá er Slippfélagið góður viðkomustaður.

Sérhæft starfsfólk leiðbeinir þér

Starfsfólk okkar í myndlistarvörudeildunum býr yfir mikilli þekkingu og áratuga reynslu. Við hvetjum þig til að koma við og fá góðar leiðbeiningar við að koma þér af stað.

Margir eiga sér draum um að mála en eiga kannski erfitt með að stíga fyrstu skrefin. Við tökum á móti öllum með opnum örmum og leiðbeinum við val á réttum vörum og veitum góðar ráðleggingar.

Blog image
Blog image

Fjölbreytt úrval lita

Akrýl litir

Hjá okkur er mikið úrval af akrýllitum frá mismunandi framleiðendum svo sem System 3 frá Daler Rowney, Studio frá Lukas og hágæða litir frá Ara og Old Holland. Einnig erum við með hin ýmsu íblöndunarefni fyrir akrýl t.d. fyrir hina afar vinsælu hellitækni erum við með Pouring Medium frá Lukas. Í System 3 litina er svo t.d hægt að fá blöndunarefni sem breytir þeim í fyrirtaks silkiþrykkliti. Möguleikarnir eru margir og um að gera að kíkja á úrvalið.

 

Blog image

Olíulitir

Í olíulitum erum við með Georgian frá Daler Rowney, Lukas liti bæði Studio og 1862 og svo hágæða litina frá Old Holland. Einnig erum við með íblöndunarefni af ýmsu tagi og gildir þá einu hvort eigi að mála í þunnum eða þykkum lögum.

Blog image

Vatnslitir

Vatnslitaúrvalið í verslunum okkar er metnaðarfullt en þá eigum frá Lukas, 1862 liti bæði í túpum og kubbum og gott úrval af settum. Einnig erum við með Old Holland vatnsliti bæði í túpum og kubbum og síðan Sakura Koi vatnslitasett í ýmsum stærðum.

Blog image

Trélitir

Gæða trélitir fást hjá okkur í settum, bæði hefðbundnir trélitir og vatnslita, í stórum og litlum settum frá Bruynzeel og Lyra.

Blog image
Blog image

Trönur

Fallegar og endingargóðar viðatrönur færðu einnig í myndlistarvörudeild okkar. Þær eru frá Museo og fást í mismunandi útfærslum svo sem gólfstandandi, borðtrönur og ferðartrönur. Trönur eru dásamleg gjöf, lífstíðareign sem nýtist öllu myndlistaráhugafólki.

Rammar

Við búum svo vel að við eigum nánast allar stærðir og hinar ýmsu tegundir af blindrömmum frá Siemerink. Frá Museo erum við með ástrekkta ramma af ýmsu tagi, bómullar ramma bæði hefðbundna og djúpa, límborna hör striga o.fl. Auk þess seljum við striga á rúllu í metravís, mikið úrval af bómullar, hör og pólýester strigum, bæði grunnaðir og ógrunnaðir.

Blog image

Penslaflóð

Stórir, litlir, mjóir, breiðir, úr nælon hárum, svínshárum og marðarhárum, þetta er allt til. Allar gerðir af penslum sem hugsast getur fást í Slippfélaginu. Helstu framleiðendur penslana eru Daler Rowney og Lukas, penslar fyrir akrýl, olíu og vatnsliti.

Blog image
Blog image

Ýmsar fleiri vörur

Einnig eigum nokkrar tegundir af ljósa og teikniborðum. Auk þess erum við með mikið úrval af teiknipennum frá Sakura, akrílpenna og kol í ýmsum gerðum og stærðum. Gott úrval er af akrýl bleki og svörtu teiknibleki (e. Indian ink). Við mælum með heimsókn til okkar til þess að gramsa í öllu úrvalinu – mikið til að fjölbreyttum og skemmtilegum vörum.

Blog image

Himneskt úrval spreybrúsa

Við erum með gríðarlegt úrval af spreyi frá Montana í öllum regnbogans litum ásamt ýmsum fleiri gerðum eins og t.d. gull, brons og silfur sprey. Einnig eigum við sprey með flottum og svölum áferðum, marmara sprey, glimmer sprey og fleira. Sprey eru ótrúlega skemmtilegur og auðveldur kostur til að gera upp hluti og breyta.

Blog image

Gjafasett sem slá í gegn

Við seljum allskonar gjafa- og myndlistarsett sem eru tilvalin gjöf. Í gjafasettum er úrval af myndlistarvöru sett saman í einn pakka eins og t.d. penslasett og litasett. Mikið úrval er af settum og við mælum með þeim í gjafir enda fjölbreytt og skemmtilegt úrval. Einnig er vert að minna á vinsælu gjafakortin okkar sem eru tilvalin tækifærisgjöf.

Blog image