Algengasta klæðningarefni á Íslandi er galvanhúðað bárujárn. Á seinni árum hafa bæst við fleiri gerðir, s.s. álsink, litað ál og litað stál. Öll þessi efni þarf að mála fyrr eða síðar. Mismunandi er þó, hvenær huga skal að því.
Galvanhúðað bárujárn er best að mála sem fyrst, þ.e. áður en galvanhúðin fer að láta á sjá. Veðrun getur komið að gagni sem undirbúningur fyrir málun. Veðrun er þó aðeins ætlað að fjarlægja fitu sem er á nýju galvanhúðuðu járni og getur tekið eitt til tvö ár. Hægt er að ná sama árangri með því að nota PANSSARIPESU þakhreinsir frá Tikkurila. Það er þess vegna úrelt aðgerð að láta galvanhúð veðrast, þar til tæring er hafin..
* Nákvæmari upplýsingar um efnin er að finna á tækniblöðum.
Ath! Forðist að mála þak í beinu sólarljósi þar sem yfirborð þess getur hitnað verulega. Akrýlmálning hefur takmarkað hitaþol og getur orðið fyrir skemmdum ef hún er borin á of heitan flöt. Flöturinn má að hámarki vera 40°C.