Hero image

Listar og rósettur

Slippfélagið kynnir lista og rósettur frá belgíska vörumerkinu Noel & Marquet. Loftalistar, gólflistar, sveigjanlegir listar, vegglistar, veggþiljur, ljósalistar og rósettur. Frá stílhreinum gólflistum yfir í rósettur skreyttar með fallegu mynstri. Það eru endalaust af möguleikum og hægt er að leika sér með listana eins og ímyndunaraflið leyfir.

Hægt er að fletta í gegnum vörubæklinga og skoða sýnishorn í öllum okkar verslunum en okkar stærstu útstillingu finnið þið í verslun Slippfélagsins í Skútuvogi.

Loftalistar

Loftalistarnir okkar umbreyta og skreyta rými á glæsilegan hátt. Listarnir skapa fagurfræðileg skipti milli veggja og lofts. Margir loftalistar henta fyrir samþættingu beinnar eða óbeinnar lýsingar – en er einnig hægt að nota til að fela litlar sprungur og snúrur. Við bjóðum einnig upp á loftalista sem fela gardínubrautir.

Blog image

Gólflistar

Gólflistarnir okkar henta öllum innréttingum og eru ómissandi þegar kemur að fallegri hönnun. Þeir eru sérstaklega högg- og vatnsheldir og þola raka sem gerir þá fullkomna fyrir baðherbergi. Listarnir eru málanlegir og því tilvalin samsetning fyrir hvaða gólfefni sem er.

Blog image

Vegglistar

Glæsilegu vegglistarnir okkar skreyta og móta veggi. Þeir eru léttir, auðvelt er að setja þá upp og eru þeir málanlegir. Auk þess veitir mikill efnisþéttleiki framúrskarandi vörn gegn höggum. Við bjóðum líka upp á sveigjanlega vegglista.

Blog image

Veggþiljur

Veggþiljurnar okkar bjóða upp á fjölmarga einstaka möguleika. Hvort sem um er að ræða heilan veggflöt eða ákveðna fleti, skapa þessar veggþiljur áhrifaríka áherslu á veggi og loft.

Blog image

Ljósalistar

Skapaðu huggulegt andrúmsloft og stemningu með ljósalistunum okkar. Þeir eru tilvalin fyrir skapandi hönnun með LED borðum. Beint eða óbeint ljós, í lofti, á vegg eða á gólfi.

Blog image

Rósettur

Glæsilegu rósetturnar okkar skapa hlýja stemningu inn í stofuna, svefnherbergið eða í hvaða rými sem er.

Blog image