VITRETEX útimálning Slipp

Vitretex er mött og vatnsþynnanleg akrýlmálning með frábært alkalí-, vatns- og veðrunarþol og hentar því íslenskum aðstæðum sérlega vel. Vitretex inniheldur hágæða 100 % hreint akrýlbindiefni sem gefur málningunni afburða mikla mótstöðu gegn gulnun og krítun.  Vitretex er ætluð á steinsteypu og múrhúð utanhúss bæði við ný- og endurmálun. Mælt er með vatnsfælum og Brynju á ómálaða fleti, áður en málað er með Vitretexi. Með því er byggð upp vatnsvörn í sjálfri steypunni.

Stærð : 1 ltr. – 4 ltr. – 10 ltr.

 

Vörunúmer: 82101000 Flokkar: , , Merki: ,

Lýsing

Vitretex inniheldur hágæða 100 % hreint akrýlbindiefni sem gefur málningunni afburða mikla mótstöðu gegn gulnun og krítun. Einnig myndar hún sveigjanlega filmu sem minnkar líkur á sprungumyndun. Vitretex andar og hindrar því ekki eðlilegt rakaútstreymi frá fletinum. Einnig hreinsar hún sig sérlega vel og safnar ekki í sig óhreinindum. Vitretex er létt í vinnslu og þekur vel.

Tæknilegar upplýsingar
Litir: Staðallitir auk litakerfis
Gljástig: 5
Pakkningar: 1, 4 og 10 lítrar
Efnisnotkun: 8-10 m2/l
Eðlisþyngd: 1,42 kg/l
Þurrefni: 40 % (rúmmál)
Þynnir Vatn
Áhaldahreinsir Vatn og sápa
Þurrktími 1-2 klst við 20°C
Yfirmálun Lágmark: 6-8 klst