Hera Björk Þórhallsdóttir vel þekkt sem söngkona og fasteignasali á Fasteignasölu Reykjavíkur tók þetta fallega eldhús og gaf því verðskuldaða andlitslyftingu með því einfaldlega að mála í litnum SJÚKLEGUM úr litakorti Fröken Fix og Slippfélagsins. Breytingin er ótrúlega mikil og sannar að litir og góð málning er einfaldasti kosturinn til að breyta rýmum.

Hér að neðan eru myndir af eldhúsinu fyrir og svo á eftir !
Einnig ferlinu og málningunni sem Hera notaði.

Vel heppnað og flott hjá Heru sem við hvetjum ykkur að fylgja á samfélagsmiðlum undir notendanafninu FasteignaHera á instagram og fésbókinni.

Myndir: FasteignaHera.

FYRIR OG EFTIR

SJÚKLEGUR blandaður í votrýmismálningu! 

Málningin sem Hera notaði á vegginn í eldhúsinu er Akrýl 7 frá okkur í Slippfélaginu sem er sérstaklega góð málning á þennan flöt þar sem hún er gerð til að þola votrými og er með myglu og sveppavörn. Hún er með gljástig 7 (mött) og er með ákaflega fallega áferð sem auðvelt er að þrífa.

Vel heppnuð breyting á sætri íbúð ! 

Eins og sést þá gerði þessi breyting mikið fyrir þessa íbúð.

SJÚKLEGUR