Brynja Dan Gunnarsdóttir markaðsstjóri S4S keypti sér nýtt heimili á dögunum, eldhúsið var í  ágætu ástandi en höfðaði ekki til hennar og því vildi hún breyta því töluvert. Fyrsta skrefið var að skipta um innréttingu og með því að mála stóra vegginn í fallega gráum lit þá gjörbreyttist rýmið – hlýleiki og hennar persónulegi stíll skín í gegn. Liturinn heitir SILFURBERG frá okkur í Slippfélaginu sem er í senn dökkur og hlýr.

Brynja valdi að sleppa efri skápunum en setti upp tvær langar hillur í staðinn þar sem leirtauið fær að njóta sín. Hvítu flísarnar með dökkgrárri fúgu koma virkilega vel út og fara einstaklega vel með litnum á veggnum.  Innréttingin frá vinum okkar í IKEA bindur heildarmyndina algjörlega saman.

Hér að neðan má sjá fyrir og eftir myndir af framkvæmdinni.

Ótrúleg breyting ! 

Hér eru svo enn fleiri myndir af verkinu fyrir og eftir. Hvíti liturinn sem hún valdi á íbúðina sjálfa er KIDDAHVÍTT sem tónar vel við SILFURBERG. Öll íbúðin máluð í málningartegundinni Akrýl 7.

Útkoman hlýlegt og töff eldhús ! 

Eins og sést þá er allt annað andrúmsloft núna í íbúðinni.

SILFURBERG

KIDDAHVÍTT