Soffía okkar hjá Skreytum hús tók hjónaherbergið heima hjá sér í allsherjar yfirhalningu á dögunum. Soffía vildi breyta til og hafði ákveðinn litartón í huga fyrir herbergið. Við í Slippfélaginu sérblönduðum handa henni æðislegan gráan tón sem er hlýr og fagur.

Um var að ræða litinn RÓMÓ 1 en eftir að Soffía, eða maðurinn hennar öllu heldur, hafði lokið við málningarvinnuna á herberginu fannst henni að liturinn mætti vera aðeins dekkri. Úr varð að við blönduðum annan lit, þennan sama fagra litartón en dekktum hann töluvert frá þeim tón sem hún valdi í upphafi. Útkoman stórglæsileg og liturinn mjúkur og hlýr og ber nafnið RÓMÓ 3.

„RÓMÓ 3 varð að lokum fyrir valinu. Ég gæti ekki verið ánægðari með þennan lit, hann er svo hlýr og fallegur, og það sem meira er – hann er mjög breytilegur. Það er smá brúnt í honum stundum og jafnvel smá svona bleikt og út í fjólu á ákveðnum tímum dags. Hann er bara svo rómó!“ segir Soffía um RÓMÓ 3.

RÓMÓ 3

RÓMÓ 2

RÓMÓ 1

Það eru fleiri smekkmanneskjur sem hafa fylgt svo eftir.

En hún Sólrún Diego samfélagsmiðlastjarna hefur í gegnum árin verslað hjá okkur og nú nýverið flutti hún og fjölskylda hennar inn í nýtt stórglæsilegt hús sem þau máluðuð að innan í samstarfi við okkur. Hún valdi einmitt litinn RÓMÓ 3 á öll svefnhergin hjá sér og gang.

Okkur finnst það enginn furða enda guðdómlegur litur!

Við vonandi fáum að sjá myndir frá loka útkomunni hjá henni síðar 🙂

Mynd: Sólrún og Frans ásamt börnum sínum tveimur (Instagram).

Þessir litir hafa bæst við litapallettunni Skreytum hús hjá okkur. En þá liti má sjá HÉR! 

Einnig er hægt að sjá breytingarnar sem urðu á herberginu hjá Soffíu HÉR! 

Skoða RÓMÓ litina með að klikka á litina hér að neðan.

RÓMÓ 3

RÓMÓ 2

RÓMÓ 1