Slippfélagið hefur fylgt Íslendingum frá 1902. Félagið hóf starfsemi sína í skipaviðgerðum og tengdum verkefnum en árið 1951 hóf það framleiðslu á málningu og er framleiðsla og sala á hágæða málningu kjarnastarfsemi þess í dag.

„Allt frá upphafi hefur Slippfélagið verið leiðandi í framleiðslu gæða málningar og aðstoðað bændur við að mála gripahús og heimili. Við höfum allt frá upphafi ráðlagt bændum um áhrifaríkustu málningarkerfin sem henta á hverjum stað og reynast best. Það skiptir nefnilega öllu máli að fá góðar og réttar ráðleggingar þannig að efnin nái fullkomnum endingartíma. Eins og í öllu sem er gert er undirbúningur og grunnvinnan sem skiptir mestu máli. Það er byrjar á grunninum þegar hús er byggt til það standi vel og lengi og það sama á við um málningarverkið. Hjá Slippfélaginu starfa fjöldi fagmanna við sölu og ráðgjöf sem hafa marga ára reynslu á öllu sem snertir málningu og málningarvinnu og veita viðskiptavinum okkar góð og sérhæfð ráð,“ segir Þröstur Ingvason sölustjóri og málari hjá Slippfélaginu.

Málningarsprauturnar vinsælar
Slippfélagið flytur inn málningarsprautur frá Graco sem henta vel þegar mála á þök eða aðra stærri fleti bæði innan og utanhús. „Bændur og aðrir sem eiga stórt húsnæði hafa í síauknum mæli að fjárfesta í þessum málningarsprautum og átta sig fljótt á því hvað sprautan auðveldar verkið og sparar verktímann. Sprauturnar eru hægt að fá í mörgum stærðum og verðflokkum og eru vinsældir þeirra alltaf að aukast,“ segir Þröstur, „og þeir mála heilu fjósin á núll einni með þessum græjum.“

Umhverfisvæn efni ekki á kostnað gæða
Slippfélagið hefur alla tíð verið á umhverfisvænu lestinni en hún er stöðugt í þróun. „Félagið leggur sig allt fram í að þróa sífellt umhverfisvænni vörur, því umhverfið og umhverfismálin eru hluti af því sem Slippfélaginu er mjög annt um. Þróunin byggir á að þróa efnasambönd þannig að þau séu ekki hættuleg umhverfi eða heilsu fólks og síðast en ekki síst með ráðgjöf til viðskiptavinanna. Dæmi um það sem hefur áunnist á undanförnum árum er stóraukin notkun umhverfisvænna vatnsþynnanlegra málningarefna án þess að fórna gæðunum í efnunum. Að mínu mati eru það efni framtíðarinnar, segir Þröstur.

Tilboð í stór og lítil verk
Slippfélagið rekur fimm útsölustaði og er með endursöluaðila um allt land. Einnig er hægt að panta og fá vörur sendar beint.

„Slippfélagið gerir tilboð í bæði lítil sem stór verk og sé tilboða óskað er best að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst eða síma og fá ráðleggingar um efnismagn og vinnuaðferðir. Einnig getum við komið á staðinn og metið ástand eigna og gert verklýsingar. Slíkt margborgar sig,“ segir Þröstur.

*Viðtal við Þröst Ingvason Sölustjóra sem birtist í tímariti Bændablaðsins október 2018.

Forsíðumynd: Þröstur Ingvason sölustjóri í nýrri og glæsilegri verslun Slippfélagsins í Skútuvogi 2.