Project Description

Elizabeth Taylor

Elizabeth Taylor er skærblár litur. Hann er gimsteinninn, rétt eins og hún Elizabeth.

„Elizabeth Taylor – Eiturblár – bara fyrir þá sem þora! Mjög svalur.

– Sesselja Thorberg innanhússhönnuður

Fröken Fix segir frá litnum

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri.

Litapalletta myndarinnar

Elizabeth Taylor
á veggjum

Ektahvítt
á lofti

Elizabeth Taylor er litur sem fellur vel með Ektahvítum á loftið.

Elizabeth Taylor á útiveggjum

Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri.

Hágæðamálning frá Slippfélaginu

Gott að vita þegar málað er innanhús

– Loft eru alltaf máluð á undan veggjum, svo ekki fari málning á nýmálaða veggina.
– Loft eru oftast höfð ljósari en veggir. Þannig skynjum við herbergi stærri og rýmri.
– Aukin gljái gerir misfellur á yfirborði meira áberandi. Mött málning felur misfellur betur en gljáandi.
– Ekki er ráðlagt að mála loft með hærra gljástig en 5. Á veggi í herbergjum og stofu er hægt að nota meira t.d. gljástig 10-20.
– Í eldhúsi og baðherbergi er mælt með enn hærra gljástigi, t.d. Akrýl 35 eða 85 málningu. Hún er með sveppa- og mygluvörn.
– Augað skynjar liti mismunandi eftir gljáa, mattari málning gefur ljósari tón.
– Litir virðast sterkari á stórum flötum.
– Lýsing hefur áhrif á liti.
– Litaprufur geta verið afar hjálplegar við val á litum. Hægt að fá litlar handhægar litaprufur í öllum litum og prófa hinar og þessar litasamsetningar.
– Ekki er allt sem sýnist í litakortum eða tölvuskjám. Fersk litaprufa af litnum gefur raunverulegustu myndina af litnum.
– Byrjið ekki á nýrri málningardós á miðjum vegg.
– Rétt hitastig (15-20 °C) og rakastig (40-70 %) skipta máli hvernig til tekst.
– Lesið vandlega á dósarmiða áður en vinnan hefst.

Smelltu á myndina til að sjá
vinsælustu litina okkar.

Augnablik! Veit samfélagið af þessu? Má bjóða þér að deila ...