Fanney Ingvarsdóttir, fyrrum ungfrú Ísland, flugfreyja og bloggari á trendnet.is, fór í miklar framkvæmdir á dögunum sem heppnuðust afar vel. Hún og maðurinn hennar ákváðu að gjörbreyta íbúð sem þau voru að kaupa og flytja inn í.

Þau lökkuðu eikarinnréttingu í eldhúsi, ásamt fataskápum og öllum hurðum, í möttum SVÖRTUM lit (sjá efni og aðferð neðar). Þau máluðu svo allt alrými og eldhús bæði loft og veggi í litnum VOLGUR, sem er fallegur milli dökkur grár litur úr litakorti Sæju innanhússhönnuðar. Við hjá Slippfélaginu veittum ráðgjöf og leiðbeindum þeim í gegnum allt ferlið. Útkoma þessa breytinga kemur virkilega vel út.

Hér að neðan má sjá fyrir og eftir myndir af framkvæmdinni.

Ótrúleg breyting ! 

Hér eru svo enn fleiri myndir af verkinu fyrir og í vinnslu. Auðvitað lakkaði Fanney sjálf og málaði eftir að hafa fengið góðar leiðbeiningar frá okkur.

Útkoman stílhreint og dásamlegt eldhús ! 

Eins og sést þá gerði þessi breyting undur fyrir þessa fögru íbúð.

Nákvæmari lýsingu á aðferðinni, ásamt upplýsingum um þau efni, tæki og tól sem Fanney og hennar fólk notaðist við, má sjá hér:
http://trendnet.is/fanneyingvars/eldhus-fyrir-og-eftir-adferd/

SVART

VOLGUR