Bára O’ Brien Ragnhildardóttir (@bara_87) tók sig til, ásamt manni sínum, og breytti svefnherberginu hjá sér svo um munaði nú í byrjun árs. Útkoman er afar smekklegt og hlýlegt svefnherbergi. Aðalbreytingin, eins og svo algengt er, var að hún málaði veggina hjá sér í dökkum lit. Dökkir litir í svefnherbergjum eru að koma sterkir inn en þeir skapa ofsalega notalega stemmingu í herberginu. Liturinn sem varð fyrir valin var NÁTTHRAFN en þetta er fimmta rýmið sem hún málar með þessum lit.

Auk þess að mála herbergið í nýjum lit, máluðu þau einnig skápinn hjá sér í sama lit, útbjuggu þau sér nýjan rúmgafl og fengu sér ný náttborð. Breytingin er stórkostleg en svefnherbergið er ótrúlega vel heppnað og liturinn NÁTTHRAFN sem faðmar herbergið er hlýr dökkgrár litur með pínu brúnum undirtón sem fullkomnar góða stemmingu í rýminu. Hægt er að sjá meira um aðferð ásamt fyrir og eftir myndir af herberginu inn á Instagram reikningi Báru @bara_87

 

Liturinn NÁTTHRAFN kemur einstaklega vel út í þessu fallega svefnherbergi. Myndir: Bára O’ Brien @bara_87
Nátthrafn er ekki einungis fyrir svefnherbergið

Við erum ekki þau einu sem eru ótrúlega hrifin af litnum NÁTTHRAFN en eins og áður hefur komið fram hefur Bára málað fimm rými með litnum. Enda hentar liturinn NÁTTHRAFN einstaklega vel í flest rými. Bára valdi litinn inn á baðherbergið hjá sér, stigaganginn, sjónvarpsholið, forstofuna og stofuna.

NÁTTHRAFN