Litur augnabliksins – Drottningablár

Hönnunarteymi Slippfélagsins kom saman og vann í sameiningu að því að finna lit augnabliksins, litinn sem fangar augnablikið í samfélaginu núna. Teymið var sammála um dökkbláan tón en vinnan við að finna hinn hárrétta tón sem fangar blikið var ekki þrautarlaust. Í því ferli var litunardeild okkar í lykilhlutverki, starfsmenn okkar þar búa að hæfni og reynslu sem er einstök. Eftir að hafa blandað nokkuð margar litaprufur fyrir hönnunarteymið fannst loks hinn sanni blái litur augnabliksins – Drottningablár.

„ Drottningablár hefur mikið aðdráttarafl, er fullur af  dulúð og dýpt. Þegar ljós fellur á hann gefur hann frá sér mikinn karakter og við blasir að  hann er traustur, tryggur og um leið svo sterkur og munaðarfullur. Drottningablár ber með sér að hann er aðalsborinn.“

– Hönnunarteymi Slippfélagsins 

Drottningablár á veggjunum í mattri málningu.
Stóll, hliðarborð og gull vasar frá Modern, sófi, sófaborð, púðar, teppi og leir vasar frá Vogue, gólfefni frá Agli Árnasyni. 

Pallettan sem teymið mælir með

Drottningablár

Ektahvítt

Öldugrár

Ektahvítt er litur sem fellur vel með drottningabláum þar sem hann er kaldur og örlítið grátóna. Öldugrár Rut Kára er ljósgrár litur sem tónar vel við.

Drottningablár færi fallega á sjónvarpsvegginn, forstofuna, svefnherbergið eða jafnvel á alla stofuna. Þá skiptir lýsingin miklu máli í rýminu því liturinn gefur sannarlega kost á því að lýsingin dragi fram munaðarfulla stemmingu.

Smelltu á myndina til að skoða vörurnar nánar.

Litur augnabliksins – Drottningablár

Hönnunarteymi Slippfélagsins kom saman og vann í sameiningu að því að finna lit augnabliksins, litinn sem fangar augnablikið í samfélaginu akkúrat núna. Samróma álit var hjá teyminu um dökkbláan tón en að finna hinn hárrétta tón sem fangar blikið varð ekki þrautarlaust. Í því ferli var litunardeild okkar í lykilhlutverki. Reynsla starfsmanna og þekking á litablöndun er einstök. Eftir að hafa blandað nokkuð margar litaprufur fyrir hönnunarteymið fannst loks hinn sanni rétti blái litur augnabliksins – Drottningablár.

„ Drottningablár hefur mikið aðdráttarafl, er fullur af  dulúð og dýpt. Þegar ljós fellur á hann gefur hann frá sér mikinn karakter og við blasir að  hann er traustur, tryggur og um leið svo sterkur og munaðarfullur. Drottningablár ber með sér að hann er aðalsborinn.“

– Hönnunarteymi Slippfélagsins 

Drottningablár á veggjunum í mattri málningu.
(Húsgögn frá Modern og gólfefni frá Agli Árnasyni) 

Palettan sem teymið mælir með

Drottningablár

Ektahvítt

Öldugrár

Ektahvítt er litur sem fellur vel með drottningabláum þar sem hann er kaldur og örlítið grátóna. Öldugrár Rut Kára er ljósgrár litur sem tónar vel við.

Drottningablár færi fallega á sjónvarpsvegginn, forstofuna, svefnherbergið eða jafnvel á alla stofuna. Þá skiptir lýsingin miklu máli í rýminu því liturinn gefur sannarlega kost á því að lýsingin dragi fram munaðarfulla stemmingu.

Smelltu á myndina til að skoða vörurnar nánar.

Við mælum með …

… að nota matta málningu þegar málað er með Drottningabláum því þannig verður liturinn mýkri og gefur ljúfan tón inn í rýmið þar sem ljósið endurkastast síður af veggjunum. Leikur ljós og skugga kemur fallega út í mattri málningu. Þá skiptir gríðarlega miklu máli að vera með góða hágæða málningu svo hægt sé að þrífa veggina án þess að málningin fari hreinlega með.
Við bjóðum upp á þrjár tegundir mattrar málningar sem allar hafa það sameiginlegt að vera ákaflega þvottheldnar. Akrýl 7 sem inniheldur slitsterk bindiefni og er með myglu og sveppavörn og hentar hún því ákaflega vel á álagssvæði, Vitretex sem er hágæða akríl málning og síðan málningin Pashmina sem við seljum frá sænska framleiðandanum Alcro. Sölumenn okkar gef þér góð ráð við valið á hvaða málning hentar þér best.

Takið eftir að listarnir eru málaðir í sama lit. Það blekkir augað og gefur rýminu meiri loft hæð og gerir vegginn meira djúsí.

Gott að vita þegar málað er innanhús

– Loft eru alltaf máluð á undan veggjum, svo ekki fari málning á nýmálaða veggina.
– Loft eru oftast höfð ljósari en veggir. Þannig skynjum við herbergi stærri og rýmri.
– Aukin gljái gerir misfellur á yfirborði meira áberandi. Mött málning felur misfellur betur en gljáandi.
– Ekki er ráðlagt að mála loft með hærra gljástig en 5. Á veggi í herbergjum og stofu er hægt að nota meira t.d. gljástig 10-20.
– Í eldhúsi og baðherbergi er mælt með enn hærra gljástigi, t.d. Akrýl 35 eða 85 málningu. Hún er með sveppa- og mygluvörn.
– Augað skynjar liti mismunandi eftir gljáa, og mattari málning gefur ljósari tón.
– Litir virðast sterkari á stórum flötum.
– Lýsing hefur áhrif á liti.
– Litaprufur geta verið afar hjálplegar við val á litum. Hægt að fá litlar handhægar litaprufur í öllum litum og prófa hinar og þessar litasamsetningar.
– Ekki er allt sem sýnist í litakortum. Margir litir, sem þar eru, hafa svokallaða viðvörun, vegna ýmissa ágalla. Þar má nefna lélega dekkingu, lélegt sólþol og fl. Öllum þessum vafaatriðum á sölufólk að bregðast við og aðvara kaupendur.
– Byrjið ekki á nýrri málningardós á miðjum vegg.
– Rétt hitastig (15-20 °C) og rakastig (40-70 %) skipta máli hvernig til tekst.
– Lesið vandlega á dósarmiða áður en vinnan hefst.

Smelltu á myndina til að sjá
vinsælustu litina okkar.