Við í Slippfélaginu erum svo yfir okkur ánægð með alla fallegu litina okkar sem við og smekklegu hönnuðirnir sem við vinnum með hafa blandað. Þess vegna stóðumst við ekki mátið og keyrum inn LITADAGA Slippfélagins að því tilefni. Við setjum alla litina á tilboð, 40% afslátt af öllum litum. Þetta er ekki það eina, haldið ykkur fast, því við bjóðum öllum viðskiptavinum upp á að prufa litina okkar með því að fá FRÍAR LITAPRUFUR að auki!*

Sannarlega erum við stolt af NÝJU litasíðunni okkar sem þið getið skoðað HÉR! Þar getur þú vafrað um og skoðað alla okkar dásamlegu liti. Þar er hægt að sjá þar alla litina, á veggjum, á heimilum, úti á húsum og einnig hægt að lesa umsögn um þá ALLA. Já við erum jafn stolt af þessari síðu eins og foreldrar af barni sem byrjar að labba 😉  Kíkið við, það er þess virði … við lofum.

Mynd: Soffía Dögg hjá Skreytum hús. www.skreytumhus.is

Soffía Dögg Garðarsdóttir hjá Skreytum hús verður með litaráðgjöf í Slippfélaginu Skútuvogi 2, laugardaginn 10. nóvember. Þar geta viðskiptavinir komið og fengið fría ráðgjöf á litavali hjá Soffíu. Soffía hefur starfað með Slippfélaginu í fjölda ára og hafa litir hennar verið vinsælir á heimilum landsmanna. Sérstaklega má nefna SKREYTUMHÚS litinn sem hefur verið óhemju vinsæll, svo mildur og hlýr brúntóna litur, KÓZÝGRÁR sem er grágrænn hlýr litur og DRAUMGRÁR sem er grái liturinn sem prýðir alrýmið á heimilinu hennar.

Ekki láta þetta tækifæri að fá ókeypis ráðgjöf á litavali, fríar prufur og auðvitað frábær kjör af málningu fram hjá þér fara!

Bestu kveðjur úr Slippfélaginu.

*Afslátturinn gildir þegar liturinn er blandaður í innanhúsmálninguna Bett 10 sem er framleidd af Slippfélaginu og miðað er við 2 litaprufur á hvern viðskiptavin.

Mynd: Skjáskot af litasíðu Slippfélagsins. Klikkið á myndina til að fara inn á hana.