Á dög­un­um breyttu þau Þór­unn Stella Her­manns­dótt­ir og Davíð Finn­boga­son eld­hús­inu sínu í Kópa­vog­in­um en þau máluðu meðal ann­ars mynt­ug­ræna eld­hús­skáp­ana hvíta á lit. Þór­unn Stella myndaði ferlið frá a til ö og setti sam­an í mynd­band í lok­in. Óhætt er að segja að breytingin sé vel heppnuð.

Áður en þau hóf­ust handa var Þór­unn Stella smeyk við að eyðileggja vandaða eld­hús­inn­rétt­ing­una. Áhyggj­urn­ar voru þó óþarfar eins og sést á mynd­un­um og í dag sér Þór­unn helst eft­ir því að hafa ekki gert þetta fyrr. Hún fékk skref fyrir skref ráðleggingar frá sölumönnum okkar.

Ef skref­um Þór­unn­ar Stellu er fylgt ættu flest­ir þeir sem búa yfir smá þol­in­mæði að geta frískað upp á eld­húsið hjá sér. Eins og sést á fyr­ir- og eft­ir­mynd­un­um er mun létt­ara yfir eld­hús­inu og spil­ar það inn í að þau máluðu ekki bara eld­hús­inn­rétt­ing­una held­ur flís­arn­ar á milli efri og neðri skáp­anna líka.

Létt er yfir eld­hús­inu eft­ir breyt­ing­arn­ar.  Fyr­ir breyt­ing­arn­ar voru græn­ar skáp­h­urðir og gul­ar flís­ar í eld­hús­inu.

Hér má finna upp­lýs­ing­ar um hvernig best er að fara að þegar inn­rétt­ing og flís­ar er málað.
Einnig má sjá mynd­band af öllu ferl­inu neðst í frétt­inni.

Að mála inn­rétt­ingu:

 1. Þrífa með volgu vatni og sápu.
 2. Þrífa með hreinsiefni Seinapesu/Kalustepesu frá Tikkurila sem fæst í SLIPPFÉLAGINU til að ná allri fitu og óhreinindum af. Þannig verður viðloðun betri (efnin geta flagnað ef fita er á innréttingum).
 3. Pússa yfir fleti með sandpappír númer 180 sem á að grunna og lakka.
 4. Strjúka yfir með rakri tusku (taka rykið) eða með hreinsiefninu í tusku.
 5. Leggja á undirlag með upphækkun.
 6. Grunna með HELMI grunni fæst í SLIPPFÉLAGINU. Gefið grunninum 6-8 klst til að þorna áður en snúið er við og grunnuð hin hliðin.
 7. Pússa létt yfir grunninn þegar hann hefur þornað (6-8 klst) með sandpappír númer 240.
 8. Strjúka yfir með rakri tusku (taka rykið) eða með hreinsiefninu í tusku.
 9. Lakka yfir eina umferð með HELMI 30 lakkinu frá SLIPPFÉLAGINU.
 10. Lakkið þarf að þorna í 6-8 klst.
 11. Síðan slípað mjög létt yfir með sandpappír 320 (mjög fínn pappír).
 12. Rykið tekið með rökum klút eða rykklút.
 13. Önnur umferð lökkuð yfir.
 14. Athugið að lakkið er 7-10 daga að full harðna en hægt er að setja innréttinguna upp varlega. Varist hinsvegar mikið hnjask í þennan tíma eða þrif. Akrýllakk er plastefni sem þarf tíma til að ná fullri hörku.
 15. Mikilvægt að nota lakkrúllu (snögghærð) og lakkpensil svo áferðin verði sem best.

Að mála flís­ar:

 1. Þrífa með hreinsefni t.d. Seinapesu/Kalustepesu frá Tikkurila sem fæst í SLIPPFÉLAGINU til að ná allri fitu og óhreinindum af. Þannig verður viðloðun betri (efnin geta flagnað ef fita er á innréttingum).
 2. Grunna með Kópal Magna sem þarf að þorna í 6-8 klst.
 3. Lakka tvær umferðir með HELMI 30 lakki sem fæst í SLIPPFÉLAGINU. Þorna í 6-8 klst á milli umferða.

Video þar sem Þórunn sýnir frá skref fyrir skref hvernig þau fóru að:

Fjölskyldan í Kópavogi, Þórunn Stella, Davið, Sóllilja
og Ástrós ánægð með beytingarnar á heimilinu.