Það er óhætt að segja að vinsældir litarins DJÚPUR fara stigvaxandi með hverjum deginum og er hann klárlega einn sá heitasti í dökku tónunum okkar um þessar mundir. Við fengum sendar myndir frá nokkrum ánægðum viðskiptavinum sem hafa málað í þessum undur fallega burgundy lit. Liturinn er dökkur og seiðandi, með mjög hlýjan tón og mikinn persónuleika.

DJÚPUR er hannaður og sérblandaður af innanhúshönnuðinum SÆJU (www.sid.is) en hennar uppáhaldsliti færð þú hjá okkur í Slippfélaginu. Sæja mælir sérstaklega með að mála í litnum DJÚPUR inn í svefnherbergi.

„Þessi litur er hinn nýi grái inn í svefnherbergi. Ótrúlega djúpur og seiðandi sem er hentugt þegar þú vilt slaka vel á. Einnig flottur sem „miðpunktur“ í stofu eða borðstofu ef þú þorir ekki alla leið. Hentar vel með ljósum eða dökkum húsgögnum og vefnaði“, Sæja innanhússhönnuður.

DJÚPUR

Myndir: Sæbjörg Guðjónsdóttir, Sæja innanhússhönnuður.

Meðfylgandi eru myndir frá ánægðum viðskiptavinum sem málað hafa með litnum DJÚPUR!

Veggir og hillur í sama lit

Inga Rut Pét­urs­dótt­ir málaði stofuvegginn í DJÚPUR og gerði heimagerðar hillur í sama lit inn í stofu hjá sér. Hún er afar ánægð með útkomuna eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Lesa má um ferlið og hvernig hún fór að bæði hér á Smartlandi og á N4.

„Stemningin breyttist mjög mikið í að það er flæði í gegnum alla neðri hæðina svo það hefur áhrif á allt rýmið. Þótt liturinn sé dökkur þá er hann mjög hlýr og þægilegur,“ segir Inga Rut.

Myndir: Úr stofu Ingu Rutar Pétursdóttur af Smartlandi og N4.

Barnaherbergi málað, veggir og loft með DJÚPUR

Hér sést DJÚPUR á veggjum í barnaherbergi hjá henni Aldísi Mörtu Sigurðardóttur, en dætur hennar tvær eiga þetta herbergi. Dæturnar eru hæst ánægðar með litinn. Takið eftir að loftið er málað í sama lit og veggirnir.

DJÚPUR á hjónaherbergi á Dalvík

Anna Kristín Guðmundsdóttir sem heldur úti instagram reikningum @okkarheima málaði hjónaherbergið í litnum DJÚPUR.

,,DJÚPUR er svo fallegur! Öðruvísi, kúl og spennandi“, segir Anna Kristín. Við mælum með að fylgja henni á instagram en þar sýnir hún frá fallegu heimili sínu á Dalvík og má sjá mikla fjölbreytni í litavali.

Önnur rými í litnum DJÚPUR frá viðskiptavinum

Eins og sést á öllum þessum myndum þá skiptir miklu máli hvernig birtan er í rýminu. DJÚPUR gefur alltaf frá sér þessa seiðandi og munaðarfullu stemmingu hvar sem hann er settur á vegg. Við mælum með að fá litaprufu af litnum og mála á vegginn þegar litur er valinn, því allir litir koma mismunandi út í mismunandi birtu og rými.

DJÚPUR er úr litapallettu Sæju hjá Slippfélaginu, gráu tónarnir hennar fara einstaklega vel með litnum ef allt rýmið er ekki tekið í einum lit.

DJÚPUR

STILLTUR

VOLGUR

HLÝR