Hann er glitrandi, djarfur og svalur rétt eins og leikkonan sjálf.

Liturinn ELIZABETH TAYLOR úr litakorti Fröken Fix fer ekkert í felur þegar hann er kominn upp á vegg.  Skærblár, framhleypinn og hrikalega töff.

Eins og meðfylgjandi myndir sýna þá fer hann afar vel með viðarhúsgögnum brassi og tweet áklæði. Setur hressilegan persónuleika í rýmið. Þetta er liturinn ef þú vilt breyta til og blása ferskum vindum inn á heimilið þitt.

Fleiri myndir! 

Myndirnar af þessum glæsilega lit eru teknar inn í verslun Tekk Company Skógarlind 2.

Litur fyrir þá sem þora!

Eins og hönnuðurinn Sesselja hjá Fröken Fix hönnunarstudioi orðaði það, þá er Beta fyrir þá sem þora !

ELIZABETH TAYLOR