Birgitta Líf Björnsdóttir, Instagram stjarna og samfélagsmiðlafulltrúi World Class, breytti ansi miklu þegar hún flutti í nýja íbúð í Skuggahverfinu. Það fylgdust eflaust margir með henni í þættinum Heimsókn með Sindra Sindrasyni nú á dögunum en Birgitta sýndi þar fallegu íbúðina sína eftir breytingar. Hennar persónulegi stíll skín í gegn þar innanhús. Hlýleiki og dass af skvísustíl.

Birgitta valdi klassíska litinn SANDUR í stofuna og málaði þar bæði vegg og loft í þeim lit sem gefur rýminu fallegt flæði og mjúkan bakgrunn. Á ganginn og í svefnherbergið valdi hún litinn HEKLA sem fór einnig á veggi og loft. SANDUR og HEKLA eru báðir brúntóna litir aðeins út í grátt. Mildir og fallegir tónar sem setja stemminguna.

Fleiri myndir! 

Birgitta hefur skapað sér einstaklega heillandi heimili sem hún getur svo sannarlega verið stolt af!

SANDUR

HEKLA