About Hrefna

This author has not yet filled in any details.
So far Hrefna has created 24 blog entries.

Birgitta Líf – brúnir tónar á loft og veggi í Skuggahverfinu!

2019-04-16T16:48:30+00:0016.04.2019|Óflokkað, Fréttir, Innblástur / DIY, Litir|

Birgitta Líf Björnsdóttir, Instagram stjarna og samfélagsmiðlafulltrúi World Class, breytti ansi miklu þegar hún flutti í nýja íbúð í Skuggahverfinu. Það fylgdust eflaust margir með henni í þættinum Heimsókn með Sindra Sindrasyni nú á dögunum en Birgitta sýndi þar fallegu íbúðina sína eftir breytingar. Hennar persónulegi stíll skín í gegn þar innanhús. Hlýleiki og [...]

Djarfur og glitrandi eins og Elizabeth Taylor

2019-04-01T15:28:49+00:0001.04.2019|Óflokkað, Fréttir, Innblástur / DIY, Litir|

Hann er glitrandi, djarfur og svalur rétt eins og leikkonan sjálf. Liturinn ELIZABETH TAYLOR úr litakorti Fröken Fix fer ekkert í felur þegar hann er kominn upp á vegg.  Skærblár, framhleypinn og hrikalega töff. Eins og meðfylgjandi myndir sýna þá fer hann afar vel með viðarhúsgögnum brassi og tweet áklæði. Setur hressilegan persónuleika í [...]

Liturinn SILFURBERG fallegur hjá Brynju Dan

2019-03-26T13:15:54+00:0025.03.2019|Óflokkað, Fréttir, Innblástur / DIY, Fyrir og eftir, Litir|

Brynja Dan Gunnarsdóttir markaðsstjóri S4S keypti sér nýtt heimili á dögunum, eldhúsið var í  ágætu ástandi en höfðaði ekki til hennar og því vildi hún breyta því töluvert. Fyrsta skrefið var að skipta um innréttingu og með því að mála stóra vegginn í fallega gráum lit þá gjörbreyttist rýmið - hlýleiki og hennar persónulegi [...]

Ótrúleg breyting – Fanney Ingvars

2019-03-15T15:50:18+00:0015.03.2019|Óflokkað, Fréttir, Innblástur / DIY, Fyrir og eftir, Litir|

Fanney Ingvarsdóttir, fyrrum ungfrú Ísland, flugfreyja og bloggari á trendnet.is, fór í miklar framkvæmdir á dögunum sem heppnuðust afar vel. Hún og maðurinn hennar ákváðu að gjörbreyta íbúð sem þau voru að kaupa og flytja inn í. Þau lökkuðu eikarinnréttingu í eldhúsi, ásamt fataskápum og öllum hurðum, í möttum SVÖRTUM lit (sjá efni og [...]

DJÚPUR – sá heitasti um þessar mundir!

2019-01-25T17:07:44+00:0025.01.2019|Óflokkað, Fréttir, Litir|

Það er óhætt að segja að vinsældir litarins DJÚPUR fara stigvaxandi með hverjum deginum og er hann klárlega einn sá heitasti í dökku tónunum okkar um þessar mundir. Við fengum sendar myndir frá nokkrum ánægðum viðskiptavinum sem hafa málað í þessum undur fallega burgundy lit. Liturinn er dökkur og seiðandi, með mjög hlýjan tón [...]

LITADAGAR Í SLIPPFÉLAGINU til 17. nóv!

2019-01-25T16:49:46+00:0001.11.2018|Óflokkað|

Við í Slippfélaginu erum svo yfir okkur ánægð með alla fallegu litina okkar sem við og smekklegu hönnuðirnir sem við vinnum með hafa blandað. Þess vegna stóðumst við ekki mátið og keyrum inn LITADAGA Slippfélagins að því tilefni. Við setjum alla litina á tilboð, 40% afslátt af öllum litum. Þetta er ekki það eina, [...]

Eldhúsinnrétting máluð – aðferð og video!

2018-10-30T00:24:08+00:0030.10.2018|Óflokkað, Fréttir, Innblástur / DIY, Fyrir og eftir|

Á dög­un­um breyttu þau Þór­unn Stella Her­manns­dótt­ir og Davíð Finn­boga­son eld­hús­inu sínu í Kópa­vog­in­um en þau máluðu meðal ann­ars mynt­ug­ræna eld­hús­skáp­ana hvíta á lit. Þór­unn Stella myndaði ferlið frá a til ö og setti sam­an í mynd­band í lok­in. Óhætt er að segja að breytingin sé vel heppnuð. Áður en þau hóf­ust handa var Þór­unn [...]

Rómó 3 – slær í gegn!

2018-10-30T00:50:45+00:0026.10.2018|Fréttir, Litir, Skreytumhús litir|

Soffía okkar hjá Skreytum hús tók hjónaherbergið heima hjá sér í allsherjar yfirhalningu á dögunum. Soffía vildi breyta til og hafði ákveðinn litartón í huga fyrir herbergið. Við í Slippfélaginu sérblönduðum handa henni æðislegan gráan tón sem er hlýr og fagur. Um var að ræða litinn RÓMÓ 1 en eftir að Soffía, eða maðurinn [...]

Réttar ráðleggingar og endingargóð efni það mikilvægast í málningarvinnu

2018-10-25T17:27:54+00:0025.10.2018|Fréttir, Fróðleikur|

Slippfélagið hefur fylgt Íslendingum frá 1902. Félagið hóf starfsemi sína í skipaviðgerðum og tengdum verkefnum en árið 1951 hóf það framleiðslu á málningu og er framleiðsla og sala á hágæða málningu kjarnastarfsemi þess í dag. „Allt frá upphafi hefur Slippfélagið verið leiðandi í framleiðslu gæða málningar og aðstoðað bændur við að mála gripahús og heimili. [...]