Garðbekkur sem hefur munað fífil sinn fegri er auðveldlega hægt að mála eða lakka líkt og önnur garðhúsgögn úr við og færa þeim nýtt og betra líf á svipstundu. Guðjón sölumaður okkar og Marta hjá Smartlandi tóku þennan sjúskaða garðbekk, hresstu upp á hann með Viðari þekkjandi viðarvörninni okkar. Útkoman varð hrikalega flottur bekkur. Já það er sannarlega hægt að mála garðhúsgögnin og gera þau hipp og kúl með Viðari viðarvörn.
Endilega klikkið og skoðið Videoið.

,,Garðbekk­ir hafa notið mik­ill vin­sælda á bæði ís­lensk­um og skandína­vísk­um heim­il­um síðustu miss­eri. Lakkaðir garðbekk­ir þykja afar heit­ir og þess vegna ákváðum við Guðjón Finn­ur Drengs­son sölumaður í Slipp­fé­lag­inu að taka einn slík­an og setja hann í svart­an lit í þætt­in­um Upp á eig­in spýt­ur.

Verkið tók tvo daga. Við byrjuðum á því að pússa bekk­inn upp, bursta hann vel og svo var hann grunnaður með Viðar grunn­máln­ingu úr Slipp­fé­lag­inu. Þegar bekk­ur­inn var orðinn þurr lökkuðum við hann með svartri Viðar máln­ingu. Við fór­um tvær um­ferðir á bekk­inn með henni. ” (Marta María Smartlandi, www.mbl.is)

Hér er garðbekkurinn eins og hann var. Pússa með sandpappír létt yfir þá er hann tilbúinn fyrir grunninn.

Guðjón okkar maður sýndi Mörtu hvernig þægilegast væri að pússa létt yfir bekkinn með sandpappír.

.

Nauðsynlegt er að grunna með Viðari Grunnmálningu svo að þekjandi viðarvörnin hafi viðloðun. Semsagt svo hún flagni ekki af.

Grunnmálning borin á.

Garðbekkurinn grunnaður og látinn þorna áður en Viðar þekjandi er borin á.

Viðar Þekjandi borinn á bekkinn í svörtu.

Góð samvinna hjá þeim Mörtu og Gauja. Farnar voru tvær umferðir.

Viðar grunnmálning og Viðar þekjandi viðarvörn er íslensk framleiðsla. Hágæða vörur sem eru sérhannaðar fyrir íslenskt veðurfar.

Útkoman aldeilis glæsileg. Svartur flottur garðbekkur, málaður með Viðari þekjandi viðarvörn.

Ekki hika við að hafa samband og fá ráðleggingar.

Kveðjur úr Slippfélaginu.